Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2016 10:00 Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem berast af skyttum sem hafa setið fyrir síðustu daga eru góðar. Það veiddist til að mynda afskaplega vel á slóðum Heiðagæsa fyrstu tvær vikurnar í september og vanir veiðimenn tala um að það hafi sjaldan eða aldrei sést jafn mikið af fugli. Gæsin hefur verið afskaplega vel haldin og greinilega verið mikið í berjalandi. Það fer þó að koma að því að síðustu Heiðagæsirnar láti sig hverfa en núna er grágæsin aftur á móti farin að hópast í tún og akra og víða er magnið ekki talið í hundruðum heldur þúsundum fugla. Það getur þó verið erfitt að komast að á vinsælum ökrum enda hafa flestir akrar þar sem mikið er af fugli verið leigði út. Það eru þó nokkrir aðilar sem leigja út staka daga fyrir skyttur og það hefur verið mikil eftirspurn eftir dögum upp á síðkastið og verðið á byssu er yfirleitt 20.000 til 25.000 en fer þó víðar hærra en það en þá er gjarnan verið að bjóða uppá þjónustu eins og gistingu með. Það er frábær tími framundan og greinilega nóg af fugli samkvæmt þeim fréttum sem við höfum frá gæsaskyttum svo vonandi ná þeir sem þurfa áramótagæsinni þetta árið. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og þær fréttir sem berast af skyttum sem hafa setið fyrir síðustu daga eru góðar. Það veiddist til að mynda afskaplega vel á slóðum Heiðagæsa fyrstu tvær vikurnar í september og vanir veiðimenn tala um að það hafi sjaldan eða aldrei sést jafn mikið af fugli. Gæsin hefur verið afskaplega vel haldin og greinilega verið mikið í berjalandi. Það fer þó að koma að því að síðustu Heiðagæsirnar láti sig hverfa en núna er grágæsin aftur á móti farin að hópast í tún og akra og víða er magnið ekki talið í hundruðum heldur þúsundum fugla. Það getur þó verið erfitt að komast að á vinsælum ökrum enda hafa flestir akrar þar sem mikið er af fugli verið leigði út. Það eru þó nokkrir aðilar sem leigja út staka daga fyrir skyttur og það hefur verið mikil eftirspurn eftir dögum upp á síðkastið og verðið á byssu er yfirleitt 20.000 til 25.000 en fer þó víðar hærra en það en þá er gjarnan verið að bjóða uppá þjónustu eins og gistingu með. Það er frábær tími framundan og greinilega nóg af fugli samkvæmt þeim fréttum sem við höfum frá gæsaskyttum svo vonandi ná þeir sem þurfa áramótagæsinni þetta árið.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði