Jóhann Berg: Erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2016 21:00 Jóhann Berg lék einn sinn besta landsleik í kvöld. vísir/andri marinó Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti skínandi góðan leik þegar Ísland lagði Tyrkland að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Ísland er nú komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018. „Það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig í þessum tveimur heimaleikjum. Við erum nokkuð góðir á heimavelli og höfum ekki tapað í 13 leikjum hér,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hefði getað skorað tvö mörk á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við vissum að ef við myndum vinna baráttuna myndum við vinna þennan leik. Við hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og gjörsamlega klára þetta. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og mér fannst við vera með þetta allan tímann,“ sagði Jóhann Berg sem kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu í leiknum. „Ætli ég hafi ekki verið ágætur í dag. Hver einn og einasti maður í liðinu átti frábæran leik og það er það sem þarf í liði eins og okkar.“ Jóhann Berg og félagar fara ekki leynt með hvert markmið þeirra er: að komast til Rússlands þar sem HM fer fram eftir tvö ár. „Okkar markmið er að komast á HM, hvernig svo sem við gerum það. Við erum ekkert saddir þótt við höfum farið á EM eins og ég held að allir sjái. Við viljum meira og þannig er metnaðurinn í þessum hópi. Það hlýtur að vera draumur allra leikmanna að fara á HM,“ sagði Jóhann Berg. „Við höfum sýnt að við eigum séns í hvern sem er. Við sýndum það á EM og í þessari undankeppni. Við erum óhræddir.“ Kantmaðurinn öflugi átti sem fyrr sagði frábæran leik. En hefði hann viljað fullkomna frammistöðuna með marki? „Jú, það hefði verið gaman. Ég man ekki hvenær ég skoraði síðast með landsliðinu. En mér er alveg sama svo framarlega sem við vinnum leiki,“ sagði Jóhann Berg að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45 Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54 Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53 Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Króatía marði Finnland | Sjáðu mörkin Króatía marði Finnlandi í Finnlandi 1-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarmótsins í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018. 9. október 2016 17:45
Myndasyrpa frá dásámlegum fyrri hálfleik í Laugardalnum Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018. 9. október 2016 19:54
Hugulsamir leikmenn Tyrkja | Pössuðu að krökkunum yrði ekki kalt Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 er nýhafinn. 9. október 2016 18:53
Einkunnir Íslands gegn Tyrklandi: Kári bestur Ísland er komið með sjö stig í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir öruggan 2-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 9. október 2016 20:37