Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2016 08:30 Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37