Dag skal að kveldi lofa Óttar Guðmundsson skrifar 29. október 2016 07:00 Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.