Einar Andri: Ekki sjálfgefið að við verðum betri en við erum núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2016 21:59 Einar Andri og strákarnir hans eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar eftir níu umferðir. vísir/anton Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45