Eigum öll jörðina saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:45 "Það er heilmikill boðskapur í bókinni án þess að ég sé að lesa yfir hausamótunum á fólki,“ segir Lára. Vísir/GVA Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016. Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016.
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira