Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2016 11:00 Ásgeir Heiðar tekst á við lax í Teljarastreng Mynd: www.svfr.is Núna þegar lokatölur eru komnar úr flestum ánum er fróðlegt að glugga í tölurnar og sjá hvernig sumarið kom út í vinsælustu laxveiðiánum. Þegarveiðibækurnar fyrir Elliðaárnar eru skoðaðar er heildartalan úr ánni 675 laxar sem er undir meðaltali síðustu ára en þó hefur áinn frá árinu 2000 farið sex sinnum neðar í veiði en það var árin 2000-2004 þegar það veiddust 592, 414, 472 og 478 laxar. Mesta veiðin frá 2000 var árið 2008 þegar það veiddust 1.457 laxar. Fimm ára meðaltalið er 890 laxar og áinn því eins og talan sýnir undir sínu besta. Það var þó ekki um að kenna laxleysi heldur eins og annars staðar á landinu börðust veiðimenn við fádæma veðurblíðu og hita alla daga sem gerði það afskaplega erfitt að fá lax til að taka. Ágætar göngur voru í ánna og laxinn heilt yfir vel dreifður frá byrjun júlí. Stærstu laxarnir í sumar veiddust báðir í Sjávarfossi en í opnun kom 87 sm lax á land og svo aftur 6 dögum síðar kom annar hængur sömu stærðar. Það styttist í umsóknarferlið hjá SVFR og þrátt fyrir að veiðin hafi ekki verið uppá sitt besta er það nokkuð víst að aðsókn félagsmanna SVFR verður ekkert minni en á hverju sumri komast færri að en vilja í þessa perlu Reykjavíkur. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði
Núna þegar lokatölur eru komnar úr flestum ánum er fróðlegt að glugga í tölurnar og sjá hvernig sumarið kom út í vinsælustu laxveiðiánum. Þegarveiðibækurnar fyrir Elliðaárnar eru skoðaðar er heildartalan úr ánni 675 laxar sem er undir meðaltali síðustu ára en þó hefur áinn frá árinu 2000 farið sex sinnum neðar í veiði en það var árin 2000-2004 þegar það veiddust 592, 414, 472 og 478 laxar. Mesta veiðin frá 2000 var árið 2008 þegar það veiddust 1.457 laxar. Fimm ára meðaltalið er 890 laxar og áinn því eins og talan sýnir undir sínu besta. Það var þó ekki um að kenna laxleysi heldur eins og annars staðar á landinu börðust veiðimenn við fádæma veðurblíðu og hita alla daga sem gerði það afskaplega erfitt að fá lax til að taka. Ágætar göngur voru í ánna og laxinn heilt yfir vel dreifður frá byrjun júlí. Stærstu laxarnir í sumar veiddust báðir í Sjávarfossi en í opnun kom 87 sm lax á land og svo aftur 6 dögum síðar kom annar hængur sömu stærðar. Það styttist í umsóknarferlið hjá SVFR og þrátt fyrir að veiðin hafi ekki verið uppá sitt besta er það nokkuð víst að aðsókn félagsmanna SVFR verður ekkert minni en á hverju sumri komast færri að en vilja í þessa perlu Reykjavíkur.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði