Fluguplágan Berglind Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Ég sat nýlega í makindum mínum og las dagblaðið við eldhúsborðið. Þetta var snemma dags og sólin skein. Ég leit út á ógeðslega garðinn minn og hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að bjóða mömmu yfir og leyfa henni að taka til hendinni þarna. Ég fann hvernig ég byrjaði að hægeldast í hitanum svo ég opnaði gluggann til að fríska upp á andrúmsloftið. Stakk svo nefinu aftur ofan í blaðið en þegar ég leit upp var íbúðin full af flugum. Ekki svona sumarbústaðaflugum sem hlussast um í loftinu heldur pínulitlum flugum sem lufsast um alveg upp við andlitið á manni og í kringum vaskinn. Ég hef heyrt þessar skepnur kallaðar ávaxtaflugur og bananaflugur sem mér finnst hreinlega allt of krúttleg nöfn á slíka plágu. Ég fann fyrst fyrir skömm yfir að reka heimili þar sem væru ógeðslegar flugur. Íbúðin var hrein, flugurnar komu úr þessum ógeðslega garði. Þegar þær voru búnar að svífa þarna um í nokkra daga og ég byrjuð að íhuga að setja íbúðina á sölu ákvað ég að taka á mínum málum. Ég leitaði ráða hjá þeim sem allt vita, húsmæðrum á internetinu. Þessir óeigingjörnu hermenn heimilanna gáfu mér góð ráð og uppskrift að gildru fyrir flugnagerið. Ég hóaði í son minn og sagði honum að við værum að fara að smíða gildru, virkilega skemmtilegt samstarfsverkefni fyrir mæðgin, mæli með. Gildran samanstóð af rauðvíni í glasi með götóttu loki, þar sem flugurnar skriðu ofan í og gæddu sér á góðri þrúgu. Ég hafði öðrum hnöppum að hneppa þennan dag og þegar ég sneri aftur voru þær drukknaðar í glasinu, allar með tölu. Það sem ég lærði af þessu var að við erum ekki svo ólíkar eftir alltsaman, ég og flugurnar. Okkur finnst öllum rauðvín mjög gott.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ég sat nýlega í makindum mínum og las dagblaðið við eldhúsborðið. Þetta var snemma dags og sólin skein. Ég leit út á ógeðslega garðinn minn og hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að bjóða mömmu yfir og leyfa henni að taka til hendinni þarna. Ég fann hvernig ég byrjaði að hægeldast í hitanum svo ég opnaði gluggann til að fríska upp á andrúmsloftið. Stakk svo nefinu aftur ofan í blaðið en þegar ég leit upp var íbúðin full af flugum. Ekki svona sumarbústaðaflugum sem hlussast um í loftinu heldur pínulitlum flugum sem lufsast um alveg upp við andlitið á manni og í kringum vaskinn. Ég hef heyrt þessar skepnur kallaðar ávaxtaflugur og bananaflugur sem mér finnst hreinlega allt of krúttleg nöfn á slíka plágu. Ég fann fyrst fyrir skömm yfir að reka heimili þar sem væru ógeðslegar flugur. Íbúðin var hrein, flugurnar komu úr þessum ógeðslega garði. Þegar þær voru búnar að svífa þarna um í nokkra daga og ég byrjuð að íhuga að setja íbúðina á sölu ákvað ég að taka á mínum málum. Ég leitaði ráða hjá þeim sem allt vita, húsmæðrum á internetinu. Þessir óeigingjörnu hermenn heimilanna gáfu mér góð ráð og uppskrift að gildru fyrir flugnagerið. Ég hóaði í son minn og sagði honum að við værum að fara að smíða gildru, virkilega skemmtilegt samstarfsverkefni fyrir mæðgin, mæli með. Gildran samanstóð af rauðvíni í glasi með götóttu loki, þar sem flugurnar skriðu ofan í og gæddu sér á góðri þrúgu. Ég hafði öðrum hnöppum að hneppa þennan dag og þegar ég sneri aftur voru þær drukknaðar í glasinu, allar með tölu. Það sem ég lærði af þessu var að við erum ekki svo ólíkar eftir alltsaman, ég og flugurnar. Okkur finnst öllum rauðvín mjög gott.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu