Seljum allt frá gítarnöglum upp í flygla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 11:15 Starfsmenn Hljóðfærahússins að koma sér í gírinn, Arnar Freyr Gunnarsson, Sindri Már Heimisson, Arnar Þór Gíslason og Jón Kjartan Ingólfsson. Vísir/GVA Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira