Hvað á rjúpan að hanga lengi Karl Lúðvíksson skrifar 15. nóvember 2016 10:32 Þeir rjúpnaveiðimenn sem náðu feng sínum á þessu hausti hafa margir misjafnar venjur þegar kemur að því að láta fuglinn hanga. Það eru nokkuð misjöfn svörin sem koma frá veiðimönnum varðandi hversu lengi rjúpan á að hanga en algengast er að hún hangi í 5-7 daga og gott er að minna þá sem voru að veiða sínar fyrstu rjúpur að láta þær alltaf hanga á hausnum. Varðandi tímalengdina þá eru sumir sem láta hana hanga lengur til að fá meira bragð og lengsti tíminn sem við fengum nefndan var þrjár vikur en ég get ómögulega mælt með því. Rjúpan er látin hanga til að hún meyrni og eins til að fá bragð í bringurnar úr fóarninu og það skal taka það fram að þú finnur mikin bragðmun á rjúpu sem fær að hanga og þeirri sem fær ekki að hanga. Það er ein þumalputtaregla sem er gott að hafa varðandi hversu lengi hún er að hanga og hún er eftirfarandi. Þegar margfölduð tala dagafjölda og meðalhitastigs á hverjum degi nær 40, eða sem næst því, er hún búin að hanga nóg. Sem dæmi ef það er ca 5 stiga hiti þá má hún hanga í 8 daga. 8 dagar sinnum 5 stiga hiti gera 40. Við ætlum ekki að blanda okkur í það hvernig rjúpan er matreidd því þar er siður hvers heimilis oft fjörgamall en hvetjum áhættugjarna líka til að prófa nýja uppskrift, þ.e.a.s. ef þú leggur í að breyta hefðum. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Þeir rjúpnaveiðimenn sem náðu feng sínum á þessu hausti hafa margir misjafnar venjur þegar kemur að því að láta fuglinn hanga. Það eru nokkuð misjöfn svörin sem koma frá veiðimönnum varðandi hversu lengi rjúpan á að hanga en algengast er að hún hangi í 5-7 daga og gott er að minna þá sem voru að veiða sínar fyrstu rjúpur að láta þær alltaf hanga á hausnum. Varðandi tímalengdina þá eru sumir sem láta hana hanga lengur til að fá meira bragð og lengsti tíminn sem við fengum nefndan var þrjár vikur en ég get ómögulega mælt með því. Rjúpan er látin hanga til að hún meyrni og eins til að fá bragð í bringurnar úr fóarninu og það skal taka það fram að þú finnur mikin bragðmun á rjúpu sem fær að hanga og þeirri sem fær ekki að hanga. Það er ein þumalputtaregla sem er gott að hafa varðandi hversu lengi hún er að hanga og hún er eftirfarandi. Þegar margfölduð tala dagafjölda og meðalhitastigs á hverjum degi nær 40, eða sem næst því, er hún búin að hanga nóg. Sem dæmi ef það er ca 5 stiga hiti þá má hún hanga í 8 daga. 8 dagar sinnum 5 stiga hiti gera 40. Við ætlum ekki að blanda okkur í það hvernig rjúpan er matreidd því þar er siður hvers heimilis oft fjörgamall en hvetjum áhættugjarna líka til að prófa nýja uppskrift, þ.e.a.s. ef þú leggur í að breyta hefðum.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði