Cord bílamerkið endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 29. nóvember 2016 10:07 Cord L-29. Bílaframleiðandinn Cord smíðaði svo vandaða bíla á árunum 1929 til 1937 að talið var að smíði þess táknaði framtíð bíla á sínum tíma. Sögulegir bílar Cord eins og L-29, 810 og 812 voru eftirsóttir og fagrir bílar. Því miður fór svo að Cord varð gjaldþrota og ef til voru bílar Cord of vandaðir og ekki nógu dýrir til að tryggja framtíð fyrirtækisins. En nú, 80 árum síðar hyggst eigandi þess, Craig Corbell, sem starfar sem ráðgjafi í iðnaðarframleiðslu, endurvekja framleiðslu þess. Craig Corbell keypti réttinn á framleiðslu Cord árið 2014 og hyggst hefja framleiðslu Cord bíla snemma á næsta ári. Hafa breytt lög í Bandaríkjunum gert það að verkum að hægt er að endurvekja gömul bílamerki. Eldri lög komu í veg fyrir að hægt væri að smíða bíla undir merkjum eldri bílafyrirtækja í hagnaðarskyni. Það merkilega við fyrirhugaða smíði Cord bíla er að til stendur að smíða bílana eins og þeir voru smíðaðir í fyrndinni án þess að þeir þurfi að standast öryggiskröfur nýsmíðaðra nútímabíla. Þessi nýju lög hafa einnig gert það að verkum að hægt er að smíða um 300 bíla af gerðinni DeLorean úr íhlutum sem nú eru enn til frá þeim tíma sem hann var í framleiðslu. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Bílaframleiðandinn Cord smíðaði svo vandaða bíla á árunum 1929 til 1937 að talið var að smíði þess táknaði framtíð bíla á sínum tíma. Sögulegir bílar Cord eins og L-29, 810 og 812 voru eftirsóttir og fagrir bílar. Því miður fór svo að Cord varð gjaldþrota og ef til voru bílar Cord of vandaðir og ekki nógu dýrir til að tryggja framtíð fyrirtækisins. En nú, 80 árum síðar hyggst eigandi þess, Craig Corbell, sem starfar sem ráðgjafi í iðnaðarframleiðslu, endurvekja framleiðslu þess. Craig Corbell keypti réttinn á framleiðslu Cord árið 2014 og hyggst hefja framleiðslu Cord bíla snemma á næsta ári. Hafa breytt lög í Bandaríkjunum gert það að verkum að hægt er að endurvekja gömul bílamerki. Eldri lög komu í veg fyrir að hægt væri að smíða bíla undir merkjum eldri bílafyrirtækja í hagnaðarskyni. Það merkilega við fyrirhugaða smíði Cord bíla er að til stendur að smíða bílana eins og þeir voru smíðaðir í fyrndinni án þess að þeir þurfi að standast öryggiskröfur nýsmíðaðra nútímabíla. Þessi nýju lög hafa einnig gert það að verkum að hægt er að smíða um 300 bíla af gerðinni DeLorean úr íhlutum sem nú eru enn til frá þeim tíma sem hann var í framleiðslu.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent