Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 29. nóvember 2016 09:55 Það er löng hefð fyrir að veiðimenn og veiðikonur hittist yfir vetrartímann á Opnum Húsum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og geri sér glaðan dag og telji niður að næsta veiðisumri. Næsta föstudagskvöld 2.desember er Opið Hús hjá félaginu og er skemmtunin haldin í rafveituheimilinu í Elliðaárdal klukkan 20:00. Það hefur oft verið mjög fjölmennt og eru þeir sem ætla sér að mæta hvattir til að vera tímanlega. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem endar eins og svo oft áður á happdrætti þar sem meðal vinninga eru veiðileyfi á svæðum SVFR. Annars má helst nefna eftirfarandi í dagskrá kvöldsins: - Forrétta hlaðborð 1.790kr á mann - Hilmar Hansson flytur hugleiðingar sínar um laxeldismál - Bókakynning Úr búri náttúrunnar eftir Sigmar B. Hauksson - Sigurður Héðinn Laxveiðigæd og fluguhnýtari kynnir sína uppáhalds veiðistaði og uppáhalds flugur - Vínkynning frá Mekka wines & spirits - Vesturröst verður með Veiðivörukynningu - Stútfullur happahylur Það eru allir velkomnir á þetta Opna Hús, bæði félagsmenn, veiðimenn og veiðikonur sem hafa áhuga á veiði. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Það er löng hefð fyrir að veiðimenn og veiðikonur hittist yfir vetrartímann á Opnum Húsum hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og geri sér glaðan dag og telji niður að næsta veiðisumri. Næsta föstudagskvöld 2.desember er Opið Hús hjá félaginu og er skemmtunin haldin í rafveituheimilinu í Elliðaárdal klukkan 20:00. Það hefur oft verið mjög fjölmennt og eru þeir sem ætla sér að mæta hvattir til að vera tímanlega. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem endar eins og svo oft áður á happdrætti þar sem meðal vinninga eru veiðileyfi á svæðum SVFR. Annars má helst nefna eftirfarandi í dagskrá kvöldsins: - Forrétta hlaðborð 1.790kr á mann - Hilmar Hansson flytur hugleiðingar sínar um laxeldismál - Bókakynning Úr búri náttúrunnar eftir Sigmar B. Hauksson - Sigurður Héðinn Laxveiðigæd og fluguhnýtari kynnir sína uppáhalds veiðistaði og uppáhalds flugur - Vínkynning frá Mekka wines & spirits - Vesturröst verður með Veiðivörukynningu - Stútfullur happahylur Það eru allir velkomnir á þetta Opna Hús, bæði félagsmenn, veiðimenn og veiðikonur sem hafa áhuga á veiði.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði