Níu ára jólastjarna frá Grindavík: Leið vel þegar Björgvin kom inn í skólastofuna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Nóg er fram undan hjá Guðrúnu Lilju Dagbjartsdóttur, en hún hefur verið valin Jólastjarnan 2016. Fréttablaðið/Ernir „Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni. Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni.
Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira