Telur sig svikinn um skaðabætur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Ein flugvéla Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Pjetur Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira