Hætta á skerðingum vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Æ fleiri taka nú undir kröfuna um, að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði afnumdar. Fleiri og fleiri gera sér einnig ljóst, að það átti aldrei að samþykkja eða loka augunum fyrir því, að ríkið færi að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Það gekk alveg í berhögg við það, sem um var talað, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir en þá var það skýrt tekið fram og undirstrikað, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Þetta hefur verið þverbrotið. Lífeyrisfólk á ekki að hjálpa ríkinu, þegar það lendir í fjárhagserfiðleikum. Það er að snúa hlutunum við. Ríkið á að hjálpa lífeyrisfólki.Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum Ríkisvaldið lætur eins og það sé að veita öldruðum kauphækkun, þegar það dregur aðeins úr skerðingum! En það er engin kauphækkun. Þetta er miklu líkara því, þegar þýfi er skilað að hluta til baka. Eldri borgarar eiga peningana í lífeyrissjóðunum, sem þeir hafa sparað þar alla sína starfsævi. Þeir gera kröfu til þess að strax verði hætt að skerða óbeint þennan lífeyri með aðgerðum ríkisvaldsins. Ég kalla það óbeina skerðingu lífeyris í lífeyrissjóðunum, þegar lífeyrir, sem eldri borgarar eiga að fá frá Tryggingastofnun, er skertur beinlínis vegna þess að eldri borgarar fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Þessu verður að linna.Auðvelt að afnema skerðingarnar nú Tryggingastofnun og ríkisvaldið segja, að það sé dýrt að afnema þessa skerðingu. En það er ekki mál lífeyrisfólks. Ríkið verður að taka á sig þann kostnað, sem er því samfara að afnema skerðingarnar. Ríkisvaldið gumar af góðum fjárhag og góðu efnahagsástandi um þessar mundir og því ætti að vera auðvelt að afnema skerðingarnar nú. Ríkið hefur einnig haft af öldruðum og öryrkjum stórar fjárhæðir undanfarin ár og áratugi, nú síðast með því að svíkja stór kosningaloforð stjórnarflokkanna, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013. Fyrir síðustu kosningar höfðu tveir flokkar það á stefnuskrá sinni að afnema ætti alveg allar skerðingar, þ.e. Píratar og Flokkur fólksins. En allir flokkarnir vildu draga verulega úr skerðingum. Píratar fengu 10 þingmenn kjörna, bættu við sig sjö þingmönnum. Það má því segja, að stuðningur við afnám skerðinga sé verulegur þar. Flokkur fólksins bauð í fyrsta sinn fram og fékk 3,5% atkvæða. Félag eldri borgara í Reykjavík, sem er langstærsta félag eldri borgara, berst fyrir því, að skerðingar verði alveg afnumdar. Stuðningur við þetta mál er því mikill. Það þolir enga bið að koma því í framkvæmd. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun