120 BMW bílar ónýtir eftir lestarslys Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 12:15 Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent
Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent