Veiðikortið 2017 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 7. desember 2016 09:31 Veiðikortið 2017 er komið út. Mynd: IB Veiðikortið hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom fyrst út og hefur gert það að verkum að sífellt fleiri stunda vatnaveiði og eru að sama skapi duglegri að prófa ný vötn. Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna í tíma. Það er ánægjulegt að kynna að Berufjarðarvatn sem nýtt vatn innan vébanda Veiðikortsins. Um er að ræða lítið og fengsælt vatn rétt við Hótel Bjarkarlund við þjóðveginn. Meðalfellsvatn mun hins vegar detta út fyrir komandi ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið á óbreyttu verði eða kr. 6.900. Veiðitímabilið hefst að nýju 1. apríl 2017 og það eru því rétt tæpir fjórir mánuðir þangað til veiðimenn munda stangirnar aftur og það er nokkuð víst að þeir eru margir sem þegar telja niður dagana. Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Veiðikortið hefur notið mikilla vinsælda síðan það kom fyrst út og hefur gert það að verkum að sífellt fleiri stunda vatnaveiði og eru að sama skapi duglegri að prófa ný vötn. Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna í tíma. Það er ánægjulegt að kynna að Berufjarðarvatn sem nýtt vatn innan vébanda Veiðikortsins. Um er að ræða lítið og fengsælt vatn rétt við Hótel Bjarkarlund við þjóðveginn. Meðalfellsvatn mun hins vegar detta út fyrir komandi ár. Aðrar breytingar eru ekki á döfunni þannig að handhafar Veiðikortsins geta veitt á 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið á óbreyttu verði eða kr. 6.900. Veiðitímabilið hefst að nýju 1. apríl 2017 og það eru því rétt tæpir fjórir mánuðir þangað til veiðimenn munda stangirnar aftur og það er nokkuð víst að þeir eru margir sem þegar telja niður dagana.
Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði