Gæti haft garðpartí og grill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 08:15 “Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,” segir Hálfdán sem vinnur á efstu hæð við Austurstræti. Vísir/GVA Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira