Hefur fengist við flest svið lögfræðinnar um ævina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 09:45 Ragnar kveðst hafa lært sína lögfræði mest af eigin lestri. Vísir/GVA Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Hann svarar í símann á lögmannsstofunni. Samt er klukkan orðin meira en fimm. „Það ræður engu,“ segir hann þegar haft er orð á því. Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur vinnur fulla vinnu þó kominn sé yfir áttrætt, kveðst þó aðeins hafa dregið úr henni frá því hann hafði sem mest umleikis. Ragnar hélt hádegissamkomu á skrifstofu sinni nýlega til að fagna 50 ára lögmannsréttindum í Hæstarétti. Héraðsdómslögmaður varð hann í desember 1962. Hvaða mál finnst honum standa upp úr á ferlinum? „Ég hef fengist við flest svið lögfræðinnar en ekki öll í einu. Lengst við höfundarrétt. Í næstum 40 ár var ég lögfræðilegur ráðunautur rithöfunda og fleiri. Svo hef ég fengist við sjórétt, vátryggingarétt, fjarskiptarétt, mannréttindi, eignaréttindi. Fékk mikinn áhuga á eignarétti í sambandi við þjóðlendumálin. Vann fyrir bændur og þótti ríkið ganga æði langt í því að reyna að ná til sín jörðum sem þeir höfðu þinglýstar eignarheimildir fyrir í hundrað og fimmtíu ár.“ Mestan áhuga kveðst Ragnar hafa haft á rétti bændanna yfir afréttum. „Ég las mikið af íslenskum og norrænum heimildum til að átta mig á fyrirbrigðinu og komst að því að það var séríslenskt. Íslendingar settu sér reglur í sambandi við ofnýtingu strax á Grágásartímabilinu. Svo voru reglur um hvernig ætti að reka á fjall þegar menn þurftu að fara yfir jarðir annarra. Ég hef ekki getað fundið nein fordæmi í norskri löggjöf að slíkum reglum frá þessum tíma.“ Ragnar kveðst hafa verið leitandi ungur maður. „Ég byrjaði nú á að fara til Suður-Evrópu og Norður-Afríku því það var ekki ljóst hvað ég ætlaði að fást við. Fór fyrst í háskóla í Madrid en leiddist þar og fór á flakk. En ég hef alltaf haft áhuga á mannréttindum í samfélaginu og líka á valdinu og misnotkun á því. Það var ekki um margt að velja á þessum árum í Háskóla Íslands þannig að lögfræðin varð fyrir valinu,“ segir hann og kveðst hafa lært mest af eigin lestri en tekur fram að í deildinni hafi samt verið góðir kennarar eins og Ármann Snævar og Theódór B. Líndal. Nú er Ragnar með eigin rekstur og hjá honum vinna 10 lögfræðingar. „Þegar ég byrjaði hér á Klapparstígnum árið 2000 ætlaði ég vera aleinn part úr degi og bjó til spjald sem á stóð: Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 13 en það tókst nú ekki betur en þetta,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að erfitt sé að takmarka sig í þessu starfi. „Annaðhvort er að sinna því eða ekki,“ segir hann. „Ég ætlaði að leggjast í eitthvert fræðagrúsk en það varð minna úr því.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira