Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 13:15 Birgitta stendur dyggan vörð um verk eiginmannsins, Sigurjóns Ólafssonar. Vísir/Stefán „Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“ Lífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
„Þetta er orðinn dálítill tími,“ segir Birgitta þegar minnst er á 85 ára afmælið í dag. Hún ólst upp á Fjóni í Danmörku en flutti til Íslands 25 ára og hefur því búið hér á landi í 60 ár. „Ég kom hingað með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara 1956, þá áttum við tvö börn og settumst að á Laugarnestanga þar sem hann var með sitt heimili; ég var seinni eiginkona hans. Húsakynnin voru braggi þar sem Sigurjón var með vinnustofu og 30 fermetra áfast steinhús, allt leifar frá hernum. Fljótlega voru börnin orðin fjögur en Sigurjón orðinn sjúklingur því hann hafði fengið berkla ungur og það mein tók sig upp. Hann fékk að fara á Reykjalund því hann óttaðist að ef hann færi á Vífilsstaði ætti hann ekki afturkvæmt.“ Ragnar í Smára, sveitungi Sigurjóns, kom fjölskyldunni til hjálpar og lét reisa íbúðarhús sem var áfast eldra húsnæði, að sögn Birgittu. „Sigurjón vildi hvergi annars staðar vera en á Laugarnesinu en hér fékkst ekki byggingarleyfi svo byggt var timburhús í óleyfi sem mætti lyfta af grunni sínum ef við yrðum að flytja héðan. Húsið stóð tilbúið árið 1961 og inn flutti ég með börnin, Sigurjón kom heim af Reykjalundi ári seinna. Hann dreif í að láta reisa skála í kringum braggann 1963 – líka í óleyfi og átti að rífa, borginni að kostnaðarlausu, ef með þyrfti. Þegar Sigurjón lést 1982, var skálinn orðinn ófullkomið húsnæði sem geymsla fyrir verkin hans og þá var mér ráðlegt að stofna safn til að búa til ramma og lögfestingu utan um þau.“ Með framlögum frá bönkum og fyrirtækjum og aðstoð ríkis og Reykjavíkurborgar tókst Birgittu að koma upp fallegu húsnæði svo hægt væri að skoða verk Sigurjóns í viðeigandi umhverfi. „Líf mitt hefur snúist um þennan mann minn og gerir enn því hann lét eftir sig stórt safn listaverka sem ég hef reynt að halda utan um. En ég stóð ekki ein. Það var fullt af fólki í kringum mig sem studdi mig.“ Hlíf er sú eina fjögurra barna Birgittu sem býr á Íslandi. Dagur og Ólafur eru í Danmörku og Freyr á Spáni. Þrjú þeirra verja með henni afmælisdeginum í dag. Birgitta segir sér hafa liðið vel á Laugarnestanga þótt þar gusti stundum hressilega. Hún kveðst hafa alist upp um kílómetra frá ströndinni á Vestur-Fjóni og enn halda tengslum við það byggðarlag. „Þó að bekkjarfélagar mínir séu ekki lengur á ferðinni hér þá kemur fólk af annarri kynslóð að heilsa upp á mig.“
Lífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira