Verð helst að fá mér rollur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:30 "Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Björk bjartsýn. Vísir/Stefán Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016. Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016.
Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira