Skatan í öndvegi á Twitter: Bestu Þorláksmessutístin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 23. desember 2016 23:05 Skatan þótti ekki fínn matur hér áður fyrr. Fréttablaðið/GVA Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets Jólafréttir Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbænum í dag og í kvöld þegar þúsundir manna áttu þar leið um í jólaerindagjörðum á Þorláksmessukvöldi enda örstutt í jólin. Að sögn lögreglu gekk umferð í miðbænum almennt vel þrátt fyrir þann gífurlega fjölda vegfarenda sem fóru bæði gangandi og akandi um Laugaveginn. Að sögn Arnars Más Eyfells, yfirumsjónarmanns á Ingólfssvelli var mikill mannfjöldi samankominn á Ingólfstorgi í allan dag og í kvöld og var stemningin góð. Ekki virðist fólk hafa verið mikið stressað fyrir jólunum en að sögn Arnars var mannskapurinn í sannkölluðu hátíðarskapi. “Það var enginn stressaður, allir voru gríðarlega kátir” sagði Arnar sem sagði jafnframt að snjókoma kvöldsins hefði verið sérstaklega þægileg og jólaleg. Þorláksmessa, er líkt og flestir vita, haldin hátíðleg 23. desember ár hvert. Hátíðin er tileinkuð Þorláki helga Þórhallssyni sem er annar tveggja Íslendinga sem teknir hafa verið í dýrlingatölu. Á Vísindavefnum segir að þar sem Þorláksmessu ber upp á síðasta dag jólaföstunnar sé löng hefð fyrir því að neyta ekki kjöts þennan dag. Lélegur fiskur þótti hæfilegur matur daginn fyrir aðfangadag og þótti skötuát því vel til fallin en hún var ekki álitin neinn herramannsmatur í þá daga. Hins vegar hafa Íslendingar haldið þessum sið og þykir mörgum skatan ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Skemmtileg umræða myndaðist jafnframt á Twitter þar sem fólk tísti um daginn og sagði frá reynslu sinni af búðarröltinu á Laugaveginum og af skötuátinu í dag, þar sem margir voru sammála um að lyktin væri ekki sú besta. Talsvert var um skemmtileg tíst frá útlendingum sem voru mishrifnir af skötunni.Klukkan er 21:33 á þorláksmessu og ég er búinn að kaupa allar gjafir, ég er óvenju snemma í ár! Gleðileg jól vinir— Steindi jR (@SteindiJR) December 23, 2016 Psa: Skata er ekki góður þynnkumatur. Var að æla á bílinn minn.— ma bjrk (@tilhvers) December 23, 2016 Mér finnst skata mjög góð á bragðið. Það er engin lygi. Hef stóran hluta þeirra sem hallmæla henni grunaðan um að hafa aldrei smakkað hana.— Stígur Helgason (@Stigurh) December 23, 2016 Kl 12: Skata!Kl 17: Skata!Kl 20: Bráðamóttakan í Fossvogi.— Stefán Máni (@Svartur_a_leik) December 23, 2016 Góður brandari í dag er að kalla öll pör sem þið sjáið skötuhjú ☺— Gyða Lóa Ólafsdóttir (@gydaloa) December 23, 2016 Note to self fyrir næsta ár. Ekki fá sér kók með skötu.— Natan Marx (@NatanKol) December 23, 2016 Þorláksmessa: the day Iceland smells of putrid fish & you are forced to participate in the name of Christmas. pic.twitter.com/eSaIzgNjym— Lara Hogg (@archaeomadillo) December 23, 2016 #þorláksmessa Tweets
Jólafréttir Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira