Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2016 14:00 Afar vinsælt er að eyða áramótunum hér á landi. vísir/vilhelm Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. „Áramótin eru alltaf vinsæl og það voru öll hótel hjá okkur uppbókuð þá fyrir frekar löngu síðan. Það jákvæða við þetta er að það er mjög nálægt því að vera uppbókað hjá okkur líka um jólin og það er nýtt þar sem við erum nú í fyrsta skipti með öll hótelin okkar opin yfir jólahátíðina. Við höfum undanfarin ár lokað þessum minni hótelum en eftirspurnin núna er þannig að við getum haft þau öll opin. Þá erum við líka með þrjá veitingastaði á þremur hótelanna sem verða opnir alla daga bæði um jól og áramót,“ segir Eva í samtali við Vísi. Alls eru 478 herbergi á sex hótelum Center hótela í Reykjavík. Eva segir að algengara sé að fólk komi hingað í frí annað hvort um jólin eða áramót þó alltaf séu einhverjir sem eru yfir allar hátíðarnar. Ekkert lát virðist því vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar og segir Eva að áramótin 2017/2018 séu strax orðin þéttbókuð hjá Center hótelum.Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela.Meðalverðið á AirBnb um áramót næstum 50 þúsund kall Yfir 3000 eignir eru skráðar til útleigu í Reykjavík á vefnum AirBnb. Ef slegnar eru inn dagsetningarnar 23. desember til 26. desember á vefinn kemur upp tilkynning um að lausar eignir (valið var „Allt heimilið“) í Reykjavík á þessum dagsetningum séu að fyllast hratt og að einungis 10 prósent eigna séu lausar yfir jólin. Verðið að meðaltali fyrir nóttina er 256 dollarar eða um 29 þúsund krónur. Miklu minna framboð er á eignum (valið var „Allt heimilið“) um áramót. Ef valdar eru dagsetningarnar 30. desember til 2. janúar kemur upp tilkynning um að aðeins tvö prósent heimila séu laus, eða 25 eignir. Meðalverðið fyrir nóttina er helmingi hærra en um jólin, eða 412 dollarar nóttin, sem gera um 48 þúsund krónur. Til samanburðar er meðalverðið fyrir nóttina eina helgi í Reykjavík í janúar ef leigt er í gegnum AirBnb 162 dollarar eða um 18 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15