Kína framúr Evrópu og Bandaríkjunum í tengiltvinnbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 10:16 BYD tengiltvinnbíll í Kína. Í fyrra tók Kína framúr bæði Evrópu og Bandaríkjunum í sölu bíla sem ganga að hluta til fyrir rafmagni, þ.e. svonefndra tengiltvinnbíla. Það sama hefur verið uppá teningnum þetta árið og í enda þessa árs hafa slíkir bílar selst alls í 645.000 eintökum frá tilkomu tengiltvinnbíla og við það má bæta 200.000 strætóbílum, trukkum og sendibílum. Þetta er 30.000 bílum meira en selst hefur í Evrópu og 70.000 bílum meira en í Bandaríkjunum. Þó að fleiri tengiltvinnbílar séu seldir í Kína en í Evrópu og Bandaríkjunum á Evrópu þó vinninginn hlutfallslega því þrátt fyrir þessa ágætu sölu í Kína þá er aðeins 4% allra seldra nýrra bíla þar tengiltvinnbílar. Þetta skýrist með því að í Kína seljast um 24,5 milljónir bíla í ár, 13,5 milljónir í Evrópu og 17,5 milljónir í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Kínverjum er að árið 2030 muni 15 milljónir bíla seljast sem tengiltvinnbílar, þ.e. fleiri slíkir bílar en öll sala bíla í Evrópu nú í ár. Það er bílaframleiðandinn BYD sem ryður brautina í Kína og hefur selt 75.000 tengiltvinnbíla í ár. Bílaframleiðandinn Kandi Panda hefur selt 55.000 slíka bíla. Forvitnilegt er að skoða hvaða erlendu bílaframleiðendum tekst best að selja bíla sína í Kína, þ.e. allar gerðir bíla. Þar trónir General Motors langhæst með 3,44 milljón bíla sölu í ár og 8,5% vöxt á milli ára. Í öðru sæti er Nissan með 1,19 milljón bíla sölu og 9,3% vöxt og í þriðja sæti er Honda með 1,11 milljón bíla sölu og 28,3% vöxt. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent
Í fyrra tók Kína framúr bæði Evrópu og Bandaríkjunum í sölu bíla sem ganga að hluta til fyrir rafmagni, þ.e. svonefndra tengiltvinnbíla. Það sama hefur verið uppá teningnum þetta árið og í enda þessa árs hafa slíkir bílar selst alls í 645.000 eintökum frá tilkomu tengiltvinnbíla og við það má bæta 200.000 strætóbílum, trukkum og sendibílum. Þetta er 30.000 bílum meira en selst hefur í Evrópu og 70.000 bílum meira en í Bandaríkjunum. Þó að fleiri tengiltvinnbílar séu seldir í Kína en í Evrópu og Bandaríkjunum á Evrópu þó vinninginn hlutfallslega því þrátt fyrir þessa ágætu sölu í Kína þá er aðeins 4% allra seldra nýrra bíla þar tengiltvinnbílar. Þetta skýrist með því að í Kína seljast um 24,5 milljónir bíla í ár, 13,5 milljónir í Evrópu og 17,5 milljónir í Bandaríkjunum. Markmiðið hjá Kínverjum er að árið 2030 muni 15 milljónir bíla seljast sem tengiltvinnbílar, þ.e. fleiri slíkir bílar en öll sala bíla í Evrópu nú í ár. Það er bílaframleiðandinn BYD sem ryður brautina í Kína og hefur selt 75.000 tengiltvinnbíla í ár. Bílaframleiðandinn Kandi Panda hefur selt 55.000 slíka bíla. Forvitnilegt er að skoða hvaða erlendu bílaframleiðendum tekst best að selja bíla sína í Kína, þ.e. allar gerðir bíla. Þar trónir General Motors langhæst með 3,44 milljón bíla sölu í ár og 8,5% vöxt á milli ára. Í öðru sæti er Nissan með 1,19 milljón bíla sölu og 9,3% vöxt og í þriðja sæti er Honda með 1,11 milljón bíla sölu og 28,3% vöxt.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent