Yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum fangelsaður Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 14:36 Enn heldur maraþonmál Volkswagensvindlsins áfram. Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent
Oliver Schmidt, einn af yfirmönnum Volkswagen í Bandaríkjunum og sá sem er ábyrgur fyrir því að farið sé eftir reglugerðum þeim sem bílaframleiðendum eru settar þar vestra hefur verið settur í fangelsi. Schmidt hefur verið ákærður fyrir að hylma yfir ranglega framsettar upplýsingar um mengun Volkswagen bíla, en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi með kerfisbundnum hætti reynt að fela upplýsingar um þann svindlhugbúnað sem var í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum. Hans býður nú allt að 5 ára fangelsi, verði hann fundinn sekur um þetta ákæruatriði. Annar starfsmaður Volkswagen í Bandaríkjunum sem er verkfræðingur hefur viðurkennt sekt sína í sama máli og gerði það reyndar í september á síðasta ári og hljóðar ákæra honum á hendur líka uppá 5 ára fangelsinsvist og 250.000 dollara sektargreiðslu að auki.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent