Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:34 Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun. Vísir/Skjáskot Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“ Húðflúr Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“
Húðflúr Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira