Álögur á hátekjufólk lækkaðar Árni Stefán Jónsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót fækkaði skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö þegar miðþrepið var fellt út. Það var óheillaskref og mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða leiða til þess að álögur á tekjulægri hópa aukast. Skattkerfið á ekki eingöngu að hugsa sem tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð, það á einnig að virka sem tekjujöfnunartæki. Kerfið á að spila saman með velferðarkerfinu þannig að fólk greiði inn eftir efnum en taki út eftir þörfum. Aðeins þannig getum við kallað okkur norrænt velferðarsamfélag. Þess vegna þarf skattkerfið að virka þannig að þeir sem hafa hærri tekjur greiði meira. BSRB er fylgjandi þrepaskiptingu í skattkerfinu, gefið að slík skipting taki mið af skerðingum bótamegin, eins og segir í stefnu bandalagsins. Það var því heillaskref þegar ákveðið var taka upp þrjú skattþrep hér á landi í stað eins áður og reynslan af því kerfi hefur verið góð. Það er því óskiljanlegt að ákveðið hafi verið að breyta kerfinu aftur með því að fækka skattþrepunum, sér í lagi eftir svo stuttan tíma. Rökin sem notuð eru fyrir því að fækka skattþrepunum virðast aðallega vera þau að það þurfi að einfalda kerfið. Það er einkennilegt að okkur Íslendingum sé ekki treyst til að skilja kerfi með nokkrum skattþrepum þegar allar aðrar vestrænar þjóðir eru með slík fjölþrepa kerfi. Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa. Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar