Farþegaflugið býr til nýja fiskmarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Ekkert Norðurlandanna er eins ríkt af tengingum við Bandaríkin og Ísland. vísir/vilhelm Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira