Í hættu í Surtseyjargosinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:00 Elín var eitt ár hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hún varð stúdent. Svo vann hún á Mogganum í tæp 40 ár. Vísir/GVA Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira