Lengi þráð að vera málari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 10:15 Helena og Kolbeinn við Hallgrímskirkju sem þau sjá um utanhússviðgerðir á um þessar mundir. Vísir/GVA Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017 Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Alveg frá því ég var unglingur hefur blundað í mér áhugi á að verða málari en þá var það svo mikil karlastétt að ég hugsaði það ekkert lengra“ segir Anný Helena Hermansen viðskiptafræðingur, sem jafnan gengur undir seinna nafninu, Helena. Hún útskrifast sem sveinn í málaraiðn í dag og er meðal nýsveina og meistara þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir afburðaárangur á sveinsprófi á verðlaunahátíð í Ráðhúsinu. Sú hátíð er meðal atriða sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík efnir til vegna 150 ára afmælis síns. Helena er gift Kolbeini Hreinssyni múrarameistara. „Við Kolbeinn höfum rekið saman fyrirtækið M1 í kringum múrverk og fasteignaviðhald í mörg ár en þegar kreppan skall á versnaði verkefnastaðan hjá okkur á veturna og í staðinn fyrir að fara á atvinnuleysisbætur ákváðum við að fara bæði í skóla og læra málaraiðn,“ segir hún. „Það er alltaf einhver málningarvinna eftir múrverksframkvæmdir og ég var búin að grípa í hana og líka múrverk af og til.“ Helena er viðskiptafræðingur að mennt og vinnur við bókhald, bæði fyrir eigið fyrirtæki og annarra. „Ég var byrjuð í meistaranámi í endurskoðun og prófaði að vinna á endurskoðunarskrifstofu en fann að mér líkaði það ekki svo ég ákvað að gera eitthvað sem mig langaði meira,“ lýsir hún. Það fór svo að Kolbeinn varð meistari Helenu í málaraiðninni. Hann var fyrir löngu orðinn múrarameistari og þurfti því bara að taka nokkrar námsgreinar sem tilheyra málningarfaginu í Meistaraskólanum. Kolbeinn stjórnar vinnuflokki og verkefnin undanfarin ár hafa mest snúist um endursteiningu húsa. Stærsta verkefnið núna er viðgerð á Hallgrímskirkju og annað stórt viðhaldsverkefni er innanhússviðgerð í Klettaskóla. Helena kveðst láta strákana um allt múrbrot en segir hugsanlegt að hún verði með þeim í að setja kápu á kirkjuna þegar hún sé búin með mestu skorpuna í bókhaldinu. Þau hjón eiga þrjú börn sem taka til hendinni í fyrirtæki foreldranna, að sögn Helenu. „Annar sonurinn er að læra múrverk og er á samningi og dóttirin vinnur í málningunni með mér á sumrin og er í skóla yfir vetrartímann.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017
Lífið Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira