Verða stærri og sterkari í Mjölni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Sunna Tsunami Davíðsdóttir og Áslaug takast á í hringnum, en þær eru báðar grjótharðir bardagakappar. Fréttablaðið/Vilhelm Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!” MMA Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira
Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!”
MMA Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira