Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 25-35 | FH valtaði yfir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 20:45 Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“ Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita