Lífeyrir á að hækka í 400 þúsund fyrir skatt! Björgvin Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 11:00 Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga.Fyrri ríkisstjórn lét undanFyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaflega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjónabandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðulegt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar.Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skattHvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltalsneyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sambærileg upphæð lífeyris aldraðra einhleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja.Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórninni um hækkanirRíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa forgang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegrar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Talsvert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun