Umfjölllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 28-32 | FH-vélin fór í gang í seinni hálfleik Brynjar Ingi Erluson í Framhúsinu skrifar 10. febrúar 2017 20:15 FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira