Yfirmaður VW á yfir höfði sér 169 ára fangelsi Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 16:14 Ekki sér enn fyrir endann á afdrifum þeirra yfirmanna Volkswagen sem kunnugt var um dísilvélasvindl fyrirtæksins. Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent
Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent