Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 20-19 | Valsmenn áfram eftir dramatískan sigur Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2017 14:22 Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“ Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira