Með átta starfsmenn í fullri vinnu: "Þurfum ekkert að kaupa okkur vinsældir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2017 10:30 Egill Ploder fer á kostum í myndbandinu við lagið sem nýtur gríðarlegra vinsælda. „Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag. Áttan Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira
„Fólk hefur tekið gríðarlega vel í lagið og allar útvarpsstöðvar landsins eru byrjaðar að spila lagið,“ segir Egill Ploder Ottósson úr samfélagsmiðlahópnum Áttunni. „Lagið er einnig gríðarlega vinsælt á Spotify og við erum bara gríðarlega þakklát fyrir þessar viðtökur.“ Lagið NeiNei með Áttunni er komið með 217.000 áhorf á YouTube en það birtist fyrst á síðunni þann 17. febrúar. Sumir tjáðu sig um miklar vinsældir lagsins á Twitter og vildu meina að Áttan hefði keypt þessi áhorf. Nökkvi Fjalar, einn af forsvarsmönnum hópsins, steig í kjölfarið fram og sýndi fram á að nánast öll traffíkin hefði komið innanlands frá og því mjög ólíklegt að áhorfin séu keypt. „Ég held að þetta fólk átti sig ekki á því hversu megnug við erum. Við erum með stóran aðdáendahóp og fólk er mikið að fylgjast með okkur. Lagið er greinilega að ná vel til fólksins. Það er aldrei inni í myndinni hjá okkur að kaupa áhorf. Áttan er bara fyrirtæki og aldrei inni í myndinni að kaupa okkur einhverjar vinsældir.“ Egill segir að fyrirtækið stækki sífellt meira og meira. „Við erum með átta starfsmenn sem eru í fullri vinnu hjá okkur sem eru að vinna í því á hverjum einasta degi að gera flotta hluti og reyna gera gott efni fyrir fólkið. Það er alltaf erfitt að reyna vera fyndin og skemmtilegur á hverjum einasta degi.“ Hann segir að fréttaflutningur Fréttablaðsins af málinu hafi verið of neikvæður. „Við bjuggumst kannski við smá jákvæðari umfjöllun þar sem lagið er mjög vinsælt. Við fengum bara eina spurningu og hún var um hvort við hefðum keypt okkur áhorf sem okkur fannst heldur leiðinlegt, því við myndum aldrei kaupa okkur áhorf. Það er eitthvað sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug.“ Egill segir að Áttan væri ekkert án „the haters“. „Það er samt ekkert útá Fréttablaðið eða Vísi að setja. Þeir eru búnir að skrifa þvílíkt margar frábærar greinar um okkur og við eigum þeim mjög mikið að þakka. Þetta var bara ein grein sem okkur fannst bara heldur óheppileg. En með þessa svokölluðu „haters“ þá hefur þessi umræða verið alveg frá því að við byrjuðum þetta fyrir þremur árum síðan. Við höfum fengið okkar skammt af gagnrýni, bæði jákvæðri og neikvæðir. Twitter er bara ekki okkar markhópur eins og staðan er núna og það er bara allt í góðu. Við ætlum ekkert að setja út á það að fólk fíli ekki okkar efni. Það er bara mjög erfitt að gera öllum til geðs.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Egill sem var gestur í Brennslunni í morgun.Hér að neðan má síðan hlusta á vinsælasta lag landsins í dag.
Áttan Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Sjá meira