Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2017 09:30 Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“ Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira