Viðtal við Annþór: Feginn að fimm ára harmleik sé lokið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. mars 2017 18:30 Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í gær sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012 sem drógu hann til dauða. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms frá því í fyrra og fimm ára meðferð málsins lokið. Skömmu eftir andlát fangans vaknaði grunur um að Annþór og Börkur hefðu veitt honum áverka sem leitt hefðu til dauða hans. Verjendur Annþórs og Barkar hafa verið gagnrýnir á málið frá upphafi og hafa meðal annars orðað það svo að rannsókn lögreglu og málflutningur ákæruvaldsins hafi byggst á því að þeir séu misindismenn og þess vegna hljóti þeir að vera sekir. „Það eru fordómar innan lögreglunnar, ég veit að þeir eru með fordóma gagnvart mér. En það er auðvitað ekki skiljanlegt í því samhengi hvernig þeir eiga að vinna. Þeir eiga að rannsaka mál jafnt til sektar og sýknu. Það er ekki eitt skjal í þessu máli þar sem er verið að reyna að rannsaka til sýknu.“ Þannig hafi hann ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda vegna forsögu sinnar sem margdæmds glæpamanns.Gengið út frá því að hann væri sekur Annþór segir Fangelsismálastofnun alla tíð hafa gert ráð fyrir því að hann væri sekur í málinu. Til að mynda hafi hann ekki komist á vernd né á ökklaband þar sem hann væri með mál í kerfinu en hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm sem féll í Hæstarétti haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Þá þurfti hann að dvelja á öryggisgangi á Litla-Hrauni í 18 mánuði vegna málsins. „Ég átti að fara á ökklaband 13. desember en vegna þess að það er endalaust búð að koma fram við mig sem sekan í þessu máli þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í héraðsdómi, þá er ég loksins samt núna í kvöld að komast á ökklaband og það er bara núna í kjölfar þessa dóms.“„Dauðdaginn af eðlilegum orsökum“Í héraðsdómi er tekið fram að það séu miklar líkur á því að þið séuð þeir einu sem kæmu til greina sem gerendur í þessu máli. Hvað getur þú sagt um þetta? „Það sem er í rauninni svo rangt við þetta er það að það er að því gefnu að það sé gerandi en samkvæmt erlendu réttarmeinafræðingunum eru þeir á því að dauðdaginn sé af eðlilegum orsökum og að rofið á milta sé vegna endurlífgunartilrauna. Það er enginn gerandi í því mengi en í þessu mengi sem er sett upp þarna verður að vera gerandi. Mér finnst þetta röng nálgun á hlutina.“Nú skiluðu tveir dómarar Hæstaréttar séráliti og töldu að það ætti að ómerkja héraðsdóm, finnst þér þetta ekki draga úr vægi niðurstöðunnar? „Nei, í rauninni ekki. Sem betur fer vildu þeir ekki fara í hina áttina og dæma okkur seka, en það hefði verið hrikalega niðurstaða fyrir mig að þurfa að bíða í eitt og hálft til tvö ár í viðbót eftir eftir lokaniðurstöðu í þessu máli sem hefur verið í limbó allan þann tíma í viðbót við þessi fimm ár sem ég er búin að bíða nú þegar.“Ætlar að reyna að snúa við blaðinuHvað tekur við hjá þér núna? Ætlar þú að snúa blaðinu algjörlega við? „Ég ætla allavega að reyna það. Það er erfitt þegar menn eru búnir að vera innviklaðir í undirheimana í öll þessi ár og það eru önnur lög og öðruvísi samfélag en samfélag venjulegs fólks. Auðvitað ætla ég að vona það að ég beri gæfu til að halda mig á beinu brautinni. Ég ætla að vona það.“Þú ert búinn að vera lengi í burtu, eru undirheimarnir eitthvað breyttir? „Ég veit það ekki, er þetta ekki alltaf sami sandkassinn? Flestir sömu krakkarnir í sandkassanum, þetta er mjög svipað alltaf.“ Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í gær sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt samfanga sínum áverka í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012 sem drógu hann til dauða. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms frá því í fyrra og fimm ára meðferð málsins lokið. Skömmu eftir andlát fangans vaknaði grunur um að Annþór og Börkur hefðu veitt honum áverka sem leitt hefðu til dauða hans. Verjendur Annþórs og Barkar hafa verið gagnrýnir á málið frá upphafi og hafa meðal annars orðað það svo að rannsókn lögreglu og málflutningur ákæruvaldsins hafi byggst á því að þeir séu misindismenn og þess vegna hljóti þeir að vera sekir. „Það eru fordómar innan lögreglunnar, ég veit að þeir eru með fordóma gagnvart mér. En það er auðvitað ekki skiljanlegt í því samhengi hvernig þeir eiga að vinna. Þeir eiga að rannsaka mál jafnt til sektar og sýknu. Það er ekki eitt skjal í þessu máli þar sem er verið að reyna að rannsaka til sýknu.“ Þannig hafi hann ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda vegna forsögu sinnar sem margdæmds glæpamanns.Gengið út frá því að hann væri sekur Annþór segir Fangelsismálastofnun alla tíð hafa gert ráð fyrir því að hann væri sekur í málinu. Til að mynda hafi hann ekki komist á vernd né á ökklaband þar sem hann væri með mál í kerfinu en hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm sem féll í Hæstarétti haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Þá þurfti hann að dvelja á öryggisgangi á Litla-Hrauni í 18 mánuði vegna málsins. „Ég átti að fara á ökklaband 13. desember en vegna þess að það er endalaust búð að koma fram við mig sem sekan í þessu máli þrátt fyrir að hafa verið sýknaður í héraðsdómi, þá er ég loksins samt núna í kvöld að komast á ökklaband og það er bara núna í kjölfar þessa dóms.“„Dauðdaginn af eðlilegum orsökum“Í héraðsdómi er tekið fram að það séu miklar líkur á því að þið séuð þeir einu sem kæmu til greina sem gerendur í þessu máli. Hvað getur þú sagt um þetta? „Það sem er í rauninni svo rangt við þetta er það að það er að því gefnu að það sé gerandi en samkvæmt erlendu réttarmeinafræðingunum eru þeir á því að dauðdaginn sé af eðlilegum orsökum og að rofið á milta sé vegna endurlífgunartilrauna. Það er enginn gerandi í því mengi en í þessu mengi sem er sett upp þarna verður að vera gerandi. Mér finnst þetta röng nálgun á hlutina.“Nú skiluðu tveir dómarar Hæstaréttar séráliti og töldu að það ætti að ómerkja héraðsdóm, finnst þér þetta ekki draga úr vægi niðurstöðunnar? „Nei, í rauninni ekki. Sem betur fer vildu þeir ekki fara í hina áttina og dæma okkur seka, en það hefði verið hrikalega niðurstaða fyrir mig að þurfa að bíða í eitt og hálft til tvö ár í viðbót eftir eftir lokaniðurstöðu í þessu máli sem hefur verið í limbó allan þann tíma í viðbót við þessi fimm ár sem ég er búin að bíða nú þegar.“Ætlar að reyna að snúa við blaðinuHvað tekur við hjá þér núna? Ætlar þú að snúa blaðinu algjörlega við? „Ég ætla allavega að reyna það. Það er erfitt þegar menn eru búnir að vera innviklaðir í undirheimana í öll þessi ár og það eru önnur lög og öðruvísi samfélag en samfélag venjulegs fólks. Auðvitað ætla ég að vona það að ég beri gæfu til að halda mig á beinu brautinni. Ég ætla að vona það.“Þú ert búinn að vera lengi í burtu, eru undirheimarnir eitthvað breyttir? „Ég veit það ekki, er þetta ekki alltaf sami sandkassinn? Flestir sömu krakkarnir í sandkassanum, þetta er mjög svipað alltaf.“
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira