Kári: Nú er bara að vinna Króata Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 22:25 Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Kára Árnasyni var létt í leikslok eftir erfiðan, en mikilvægan sigur gegn Kósóvó, 2-1, í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram sumarið 2018. „Mér er létt. Þetta var mjög erfiður leikur og við vissum það fyrirfram," sagði Kári í samtali við íþróttadeild 365 eftir leikinn ytra í kvöld. „Við vissum að við urðum að vinna þennan leik hér í kvöld til þess að vera í einhverju stríði að vinna riðlinn. Ég var mjög ánægður að ná að klára þetta." „Mér fannst við ekki byrja leikinn nægilega vel, en við komumst svo inn í hann og skoruðum tvö góð mörk. Við náðum að halda út fyrri hálfleikinn." „Síðan byrjum við síðari hálfleikinn aftur illa og við hleypum þeim inn í leikinn á frekar slæman hátt. Þeir fá nokkur færi á undan, eru rangstæðir og við vorum að bjóða hættunni heim með að vera með allt niðrum okkur þarna." Hvorki Kári né samherji hans í miðri vörninni, Ragnar Sigurðsson, hafa verið að spila mikið að undanförnu, en Kári segir að hann og Ragnar hafi spilað það oft saman að það skipti ekki ölllu. „Við náðum að halda út og það var eina sem skiptir máli. Ég og Raggi erum orðnir mjög vanir að spila saman. Það er allt mjög þægilegt á milli okkar." „Það sem gerist þegar þú ert ekki í nægilega góðu leikformi þá ertu lengur að taka ákvarðanir. Það vottaði fyrir því í leiknum hjá okkur, en þetta er oftast bara lítil atriði sem koma ekki að sök." Ísland lenti i smá erfiðleikum með Atdhe Nuhiu, en Kári hafði spilað við hann áður í ensku B-deildinni. Hann segir hann erfiðan viðureignar. „Ég hef spilað við hann áður í ensku deildinni. Hann er mjög erfiður viðureignar og það er spurning hvort við leggjum þetta upp öðruvísi næst þegar við spilum á móti honum. Það er erfitt að eiga við svona stóra og sterka stráka og fórna einum úr öftustu línu til þess að eiga við hann." Mark Kósóvó kom snemma í síðari hálfleik og Kári rifjaði það aðeins upp fyrir okkur hvernig það kom fyrir hans sjónir í vörninni. „Við erum að verjast fyrirgjöfum endalaust og náum að hreinsa tvisvar held ég, en svo berst boltinn aftur út. Við náum ekki að setja pressu á fyrirgjöfina og stóri strákurinn festir sig á Ara. Góð fyrirgjöf og vel klárað." „Þetta var bara erfiður leikur. Það er langt síðan við spiluðum saman og það vottaði fyrir því. Einnig vorum við með einhverja fjarri góðu gamni og þetta er hörkulið. Lið eiga eftir að tapa stigum hér og það er alveg ljóst. Við vörðumst ágætlega, en það er verst að halda ekki hreinu." „Nú er bara að vinna Króatana heima í sumar," sagði Kári kokhraustur að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Björn Bergmann tók ekki eftir stafsetningarvillunni: „Tek hana með mér heim“ Björn Bergmann Sigurðarson var eðlilega ánægður eftir sigur Ísland gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018, en Björn skoraði fyrsta mark leiksins. Það var hans fyrsta A- landsliðsmark. 24. mars 2017 22:12
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08