Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 24-25 | Einar tryggði Selfoss dramatískan sigur Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 23. mars 2017 20:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Selfoss vann gífurlega mikilvægan sigur í botnbaráttu Olís-deildar karla í TM-höllinni í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna í botnslag, en lokatölur urðu 25-24. Stjarnan leiddi 12-10 í hálfleik. Stjarnan náði forskoti undir lok fyrri hálfleiks, en Selfoss jafnaði næst metin þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru sterkari á spennandi lokakaflanum, en Einar Sverrisson skoraði sigurmarkið þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum og lokatölur 25-24. Liðin héldust nánast í hönd í fyrri hálfleik, en fyrri hálfleikurinn var dálítið einkennilegur. Bæði lið áttu í vandræðum með varnarleik andstæðingsins og sér í lagi þá Stjarnan gegn framliggjandi vörn andstæðingana. Selfoss gerði sér ekki nógu mikið mat úr þeim stöðum sem liðið var búið að koma sér í á köflum í fyrri hálfleik, en á tímapunkti var Ari Magnús Þorgeirsson eini leikmaður Stjörnumanna sem var með lífsmarki. Ari var kominn með átta mörk í hálfleik. Stjörnumenn stigu aðeins á bensíngjöfina og hertu varnarleikinn enn frekar þegar leið á hálfleikinn, en þeir voru tveimur mörkum undir þegar góðir dómarar leiksins, Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson, flautuðu til hálfleiks. Staðan 12-10 heimamönnum í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Stjarnan aftur af krafti og var komið fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiks. Selfoss átti áfram í vandræðum sóknarlega í síðari hálfleik og þurfti að hafa rosalega fyrir hverju marki, en vörn Stjörnumanna stóð þétt. Munurinn jókst og jókst og Ari Magnús hélt uppteknum hætti, en stórskyttan var í banastuði. Stjörnumenn fengu þó litla hjálp frá markvörðum sínum, en Sveinbjörn Pétursson náði sér alls ekki á strik. Því náðu Selfyssingar að lauma inn mörkum við og við og voru því aldrei of langt undan. Þegar um stundarfjórðungur var eftir gjörsamlega skellti Einar Ólafur Vildmunarson í lás, en Selfoss breytti stöðunni úr 21-17 í 21-21 og allt var jafnt þegar um átta mínútur lifðu leiks. Á lokasprettinum reyndust gestirnir sterkari, en Einar Sverrisson skoraði sigurmarkið þegar tæp mínúta var eftir af leiknum og lokatölur 25-24. Gífurlega mikilvægur sigur Selfyssinga, en aftur á móti mikið áfall fyrir Stjörnuna að ná ekki að klára leiki eins og þessa. Ari Magnús Þorgeirsson var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hann skoraði 12 mörk úr einungis 15 skotum. Næsti maður var með þrjú mörk. Hergeir Grímsson skoraði sjö mörk fyrir gestina og Teitur Örn sex. Einar Ólafur Vilmundarson átti glæsilega innkomu í markið og hjálpaði liðinu mikið. Selfoss er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar, með stigi meira en Grótta sem á þó leik til góða. Stjarnan er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig, Akureyri og Fram sem eru fyrir neðan Stjörnuna mætast innbyrðis um helgina.Stefán: Ég sagði við hann að við myndum taka tvö stig „Þetta gerist ekki mikið sætara. Við höfum verið að berjast fyrir lífi okkar undanfarið og vorum komnir með bakið upp við vegg,” sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, í samtali við Vísi í leikslok. „Við ákváðum það að berjast með kjafti og klóm að berjast fyrir tilveru okkar í deildinni og fyrir veru félagsins í efstu deild. Það sýndi sig í dag þessi andi sem er búinn að vera að undanförnu.” „Við vorum 21-17 undir og korter eftir, en við misstum ekki trúna. Við héldum áfram og breyttum um vörn og fórum í aðeins öðruvísi nálgun.” „Við misstum aldrei vonina og við vissum að þetta var 60 mínútna leikur og þegar 60 mínútur voru búnar þá vorum við sem betur fer einu marki yfir.” „Þetta er risastór sigur og nú þarf maður að taka stig í hverjum leik, en maður er aðallega ánægður. Við vorum með bakið upp við vegg og ég er ánægður að við brotnuðum aldrei og hvað þá bognað, en við horfðumst í augu við stöðuna og hvað við þurftum að bæta. „Í síðustu fimm leikjum höfum við verið að taka fimm stig. Það sem er ánægjulegra er að við höfum haldið haus og tekið slaginn á fullum krafti og ekki misst trúna.” Árni Stefánsson, handboltaþjálfari og fagmaður, á afmæli í dag, en Stefán segir að þetta hafi verið frábær afmælisgjöf fyrir pabba gamla. „Þetta er frábær afmælisgjöf fyrir pabba. Hann bað mig um þetta þegar ég talaði við hann í morgun. Ég sagði við myndum taka tvö stig fyrir hann í morgun og hann hlýtur að vera ánægður,” sagði þessi ungi og skemmtilegi þjálfari að lokum.Einar: Menn þurfa að fara ranka við sér „Við förum illa með hrikalega dauðafæri, sérstaklega í síðari hálfleik,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir tapið grátlega. „Við erum að spila okkur trekk í trekk í mjög góð færi og hann ver. Ég veit ekki hversu mörg skot Einar ver eftir að hann kemur inn á, en það eru meira og minna allt dauðafæri.” „Þetta er kannski hátt í tíu dauðafæri á tuttugu mínútum og þú vinnur ekki leik þannig. Það er bara ekki hægt. Því fór sem fór.” „Ég held að á þeim kafla sem hann hafi bara lokað markinu. Við vorum að skjóta mjög illa og þeir komast inn í þetta raun og veru þannig. Í staðinn fyrir að slíta okkur frá þeim þá hleypum við þeim inn í þetta.” „Við erum á þessum tíma einum fleiri og förum með þrjú dauðafæri. Það er bara saga leiksins,” sagði Einar og hélt áfram: „Við vorum að spila miklu betur, eins og hefur verið í flestum leikjum, en það þarf að skora fleiri mörk en andstæðingurinn til að vinna leikina. Það er ljóst.” Tapið var mögulega enn súrara fyrir þær sakir hvar Stjarnan stendur í deildinni, en Einar segir að þetta sé mögulega ástæðan afhverju Stjarnan er í þessari stöðu. „Þetta er kannski bara ástæðan fyrir því að við erum í þessa stöðu. Það þýðir ekkert að væla yfir því. Menn þurfa bara að fara ranka við sér og stíga upp. Öðruvísi gengur þetta ekki,” sagði sársvekktur Einar í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Selfoss vann gífurlega mikilvægan sigur í botnbaráttu Olís-deildar karla í TM-höllinni í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna í botnslag, en lokatölur urðu 25-24. Stjarnan leiddi 12-10 í hálfleik. Stjarnan náði forskoti undir lok fyrri hálfleiks, en Selfoss jafnaði næst metin þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru sterkari á spennandi lokakaflanum, en Einar Sverrisson skoraði sigurmarkið þegar rétt tæp mínúta var eftir af leiknum og lokatölur 25-24. Liðin héldust nánast í hönd í fyrri hálfleik, en fyrri hálfleikurinn var dálítið einkennilegur. Bæði lið áttu í vandræðum með varnarleik andstæðingsins og sér í lagi þá Stjarnan gegn framliggjandi vörn andstæðingana. Selfoss gerði sér ekki nógu mikið mat úr þeim stöðum sem liðið var búið að koma sér í á köflum í fyrri hálfleik, en á tímapunkti var Ari Magnús Þorgeirsson eini leikmaður Stjörnumanna sem var með lífsmarki. Ari var kominn með átta mörk í hálfleik. Stjörnumenn stigu aðeins á bensíngjöfina og hertu varnarleikinn enn frekar þegar leið á hálfleikinn, en þeir voru tveimur mörkum undir þegar góðir dómarar leiksins, Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson, flautuðu til hálfleiks. Staðan 12-10 heimamönnum í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði Stjarnan aftur af krafti og var komið fjórum mörkum yfir í byrjun síðari hálfleiks. Selfoss átti áfram í vandræðum sóknarlega í síðari hálfleik og þurfti að hafa rosalega fyrir hverju marki, en vörn Stjörnumanna stóð þétt. Munurinn jókst og jókst og Ari Magnús hélt uppteknum hætti, en stórskyttan var í banastuði. Stjörnumenn fengu þó litla hjálp frá markvörðum sínum, en Sveinbjörn Pétursson náði sér alls ekki á strik. Því náðu Selfyssingar að lauma inn mörkum við og við og voru því aldrei of langt undan. Þegar um stundarfjórðungur var eftir gjörsamlega skellti Einar Ólafur Vildmunarson í lás, en Selfoss breytti stöðunni úr 21-17 í 21-21 og allt var jafnt þegar um átta mínútur lifðu leiks. Á lokasprettinum reyndust gestirnir sterkari, en Einar Sverrisson skoraði sigurmarkið þegar tæp mínúta var eftir af leiknum og lokatölur 25-24. Gífurlega mikilvægur sigur Selfyssinga, en aftur á móti mikið áfall fyrir Stjörnuna að ná ekki að klára leiki eins og þessa. Ari Magnús Þorgeirsson var í sérflokki í liði Stjörnunnar, en hann skoraði 12 mörk úr einungis 15 skotum. Næsti maður var með þrjú mörk. Hergeir Grímsson skoraði sjö mörk fyrir gestina og Teitur Örn sex. Einar Ólafur Vilmundarson átti glæsilega innkomu í markið og hjálpaði liðinu mikið. Selfoss er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar, með stigi meira en Grótta sem á þó leik til góða. Stjarnan er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig, Akureyri og Fram sem eru fyrir neðan Stjörnuna mætast innbyrðis um helgina.Stefán: Ég sagði við hann að við myndum taka tvö stig „Þetta gerist ekki mikið sætara. Við höfum verið að berjast fyrir lífi okkar undanfarið og vorum komnir með bakið upp við vegg,” sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga, í samtali við Vísi í leikslok. „Við ákváðum það að berjast með kjafti og klóm að berjast fyrir tilveru okkar í deildinni og fyrir veru félagsins í efstu deild. Það sýndi sig í dag þessi andi sem er búinn að vera að undanförnu.” „Við vorum 21-17 undir og korter eftir, en við misstum ekki trúna. Við héldum áfram og breyttum um vörn og fórum í aðeins öðruvísi nálgun.” „Við misstum aldrei vonina og við vissum að þetta var 60 mínútna leikur og þegar 60 mínútur voru búnar þá vorum við sem betur fer einu marki yfir.” „Þetta er risastór sigur og nú þarf maður að taka stig í hverjum leik, en maður er aðallega ánægður. Við vorum með bakið upp við vegg og ég er ánægður að við brotnuðum aldrei og hvað þá bognað, en við horfðumst í augu við stöðuna og hvað við þurftum að bæta. „Í síðustu fimm leikjum höfum við verið að taka fimm stig. Það sem er ánægjulegra er að við höfum haldið haus og tekið slaginn á fullum krafti og ekki misst trúna.” Árni Stefánsson, handboltaþjálfari og fagmaður, á afmæli í dag, en Stefán segir að þetta hafi verið frábær afmælisgjöf fyrir pabba gamla. „Þetta er frábær afmælisgjöf fyrir pabba. Hann bað mig um þetta þegar ég talaði við hann í morgun. Ég sagði við myndum taka tvö stig fyrir hann í morgun og hann hlýtur að vera ánægður,” sagði þessi ungi og skemmtilegi þjálfari að lokum.Einar: Menn þurfa að fara ranka við sér „Við förum illa með hrikalega dauðafæri, sérstaklega í síðari hálfleik,” sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir tapið grátlega. „Við erum að spila okkur trekk í trekk í mjög góð færi og hann ver. Ég veit ekki hversu mörg skot Einar ver eftir að hann kemur inn á, en það eru meira og minna allt dauðafæri.” „Þetta er kannski hátt í tíu dauðafæri á tuttugu mínútum og þú vinnur ekki leik þannig. Það er bara ekki hægt. Því fór sem fór.” „Ég held að á þeim kafla sem hann hafi bara lokað markinu. Við vorum að skjóta mjög illa og þeir komast inn í þetta raun og veru þannig. Í staðinn fyrir að slíta okkur frá þeim þá hleypum við þeim inn í þetta.” „Við erum á þessum tíma einum fleiri og förum með þrjú dauðafæri. Það er bara saga leiksins,” sagði Einar og hélt áfram: „Við vorum að spila miklu betur, eins og hefur verið í flestum leikjum, en það þarf að skora fleiri mörk en andstæðingurinn til að vinna leikina. Það er ljóst.” Tapið var mögulega enn súrara fyrir þær sakir hvar Stjarnan stendur í deildinni, en Einar segir að þetta sé mögulega ástæðan afhverju Stjarnan er í þessari stöðu. „Þetta er kannski bara ástæðan fyrir því að við erum í þessa stöðu. Það þýðir ekkert að væla yfir því. Menn þurfa bara að fara ranka við sér og stíga upp. Öðruvísi gengur þetta ekki,” sagði sársvekktur Einar í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira