Fjölskylduharmleikur veldur sölu Ferdinand Piech á 15% í Volkswagen Group Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 10:45 Ferdinand Piech (f.h.) og Martin Winterkorn á meðan allt lék í lyndi. Einn athygliverðasti og mikilvægasti starfsferill í bílasögunni frá tímum Henry Ford endar með sölu Ferdinand Piech á 15% hlut sínum í stærsta bílaframleiðanda heims, Volkswagen Group. Þar fara stórar fréttir, en það sem veldur þeim er jafn athyglivert, eða stingandi fjölskyldudeilur. Almennt er talið að Ferdinand Piech sé áhrifamesti maður bíliðnaðarins frá síðari heimsstyrjöld, en hann og fjölskylda hans hefur byggt upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims og á meira en helming eignarhluta þess. Ferdinand Piech er afabarn Ferdinand Porsche sem hannaði Bjölluna og stofnaði Porsche fyrirtækið og hannaði Porsche 911 bílinn.Vildi losna við Martin WinterkornMikil biturð á að hafa setið í Ferdinand Porsche síðan honum var bolað úr stóli stjórnarformanns VW Group í apríl árið 2015 í átökum innan fjölskyldu hans. Á þeim tíma vildi hann losna við þáverandi forstjóra VW Group, Martin Winterkorn, en aðrir í fjölskyldu hans stóðu gegn því og með forstjóranum. Það leiddi til afsagnar hans sem stjórnarformaður. Það að hann persónulega skuli eiga um 15% í VW Group og sé með því stór rödd í stærri ákvörðunartökum er ekki góð staða fyrir ættmenn hans sem eiga þó samtals yfir 35% í fyrirtækinu. Það hefur leitt til mikilla átaka innan fjölskyldunnar og nú hefur Ferdinand Piech tekið þá ákvörðun, eða verið gert, að selja sín 15% og markar það mikil þáttaskil í sögu VW Group. Það versta í stöðu Ferdinand Piech er sú staðreynd að hann neyðist til að selja því ættfólki sínu sem hann hefur átt í sem mestum deilum við sinn hlut, honum leyfist ekki að selja hlut sinn utan fjölskyldunnar.Dísilvélasvindlið á mikinn þáttDísilvélasvindl Volkswagen blandast inní málið á þann hátt að Ferdinand Piech bar vitni fyrir rannsóknaraðilum og þar sagði hann að hann hefði varað stjórnendur við þessum svindlaðferðum í febrúar árið 2015 og þar á meðal þess fjölskyldumeðlims sem hann hefur helst deilt við, Wolfgang Porsche. Restin af fjölskyldunni þrætir fyrir þessi ummæli Ferdinand Piech og segjast ekki hafa vitað af dísilvélasvindlinu fyrr en það uppgötvaðist í Bandaríkjunum í september árið 2015. Ættingjar Ferdinand Piech hafa lengi viljað losna undir ægivaldi og stundum hrokafullu gerræði hans við stjórn VW Group. Ferdinand Piech á það líka á athafnalista sínum að hafa stolið eiginkonu eins frænda sinna, Gerd Porsche, svo það er ef til vill skiljanlegt að fjölskyldan hafi viljað hann burt sem æðsta mann VW Group. En það að blanda einum frænda sínum inní dísilvélahneyklið og gera hann fyrir vikið sakhæfan fékk fjölskylduna til að fá nóg af Ferdinand Piech. Þessi fjölskylduharmleikur hlaut því bara að enda á einn veg, með brotthvarfi Ferdinand Piech frá öllum völdum og eignarhaldi í fyrirtækinu. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent
Einn athygliverðasti og mikilvægasti starfsferill í bílasögunni frá tímum Henry Ford endar með sölu Ferdinand Piech á 15% hlut sínum í stærsta bílaframleiðanda heims, Volkswagen Group. Þar fara stórar fréttir, en það sem veldur þeim er jafn athyglivert, eða stingandi fjölskyldudeilur. Almennt er talið að Ferdinand Piech sé áhrifamesti maður bíliðnaðarins frá síðari heimsstyrjöld, en hann og fjölskylda hans hefur byggt upp þetta stærsta bílafyrirtæki heims og á meira en helming eignarhluta þess. Ferdinand Piech er afabarn Ferdinand Porsche sem hannaði Bjölluna og stofnaði Porsche fyrirtækið og hannaði Porsche 911 bílinn.Vildi losna við Martin WinterkornMikil biturð á að hafa setið í Ferdinand Porsche síðan honum var bolað úr stóli stjórnarformanns VW Group í apríl árið 2015 í átökum innan fjölskyldu hans. Á þeim tíma vildi hann losna við þáverandi forstjóra VW Group, Martin Winterkorn, en aðrir í fjölskyldu hans stóðu gegn því og með forstjóranum. Það leiddi til afsagnar hans sem stjórnarformaður. Það að hann persónulega skuli eiga um 15% í VW Group og sé með því stór rödd í stærri ákvörðunartökum er ekki góð staða fyrir ættmenn hans sem eiga þó samtals yfir 35% í fyrirtækinu. Það hefur leitt til mikilla átaka innan fjölskyldunnar og nú hefur Ferdinand Piech tekið þá ákvörðun, eða verið gert, að selja sín 15% og markar það mikil þáttaskil í sögu VW Group. Það versta í stöðu Ferdinand Piech er sú staðreynd að hann neyðist til að selja því ættfólki sínu sem hann hefur átt í sem mestum deilum við sinn hlut, honum leyfist ekki að selja hlut sinn utan fjölskyldunnar.Dísilvélasvindlið á mikinn þáttDísilvélasvindl Volkswagen blandast inní málið á þann hátt að Ferdinand Piech bar vitni fyrir rannsóknaraðilum og þar sagði hann að hann hefði varað stjórnendur við þessum svindlaðferðum í febrúar árið 2015 og þar á meðal þess fjölskyldumeðlims sem hann hefur helst deilt við, Wolfgang Porsche. Restin af fjölskyldunni þrætir fyrir þessi ummæli Ferdinand Piech og segjast ekki hafa vitað af dísilvélasvindlinu fyrr en það uppgötvaðist í Bandaríkjunum í september árið 2015. Ættingjar Ferdinand Piech hafa lengi viljað losna undir ægivaldi og stundum hrokafullu gerræði hans við stjórn VW Group. Ferdinand Piech á það líka á athafnalista sínum að hafa stolið eiginkonu eins frænda sinna, Gerd Porsche, svo það er ef til vill skiljanlegt að fjölskyldan hafi viljað hann burt sem æðsta mann VW Group. En það að blanda einum frænda sínum inní dísilvélahneyklið og gera hann fyrir vikið sakhæfan fékk fjölskylduna til að fá nóg af Ferdinand Piech. Þessi fjölskylduharmleikur hlaut því bara að enda á einn veg, með brotthvarfi Ferdinand Piech frá öllum völdum og eignarhaldi í fyrirtækinu.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent