Audi stöðvar framleiðslu á A4 og A5 vegna eldsvoða hjá íhlutframleiðanda Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 13:00 Audi A4. Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent
Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent