Hrafnar reyndu að vara við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 08:45 Krummi er vísdómsfugl að mati Gerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
„Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira