Hljóp fimmtíu fjallvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:45 Stefán í Kjósinni, þar sem leiðin yfir Svínaskarð endar. Mynd/Jón Gauti Jónsson Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira