Evrópukeppnin hjálpar Valsmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2017 06:00 Josip Juric Grgic fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka í Róbert Aron Hostert, leikmann ÍBV. Hans verður sárt saknað í fyrstu tveimur leikjum Vals gegn Fram. vísir/eyþór Úrslitakeppnin í Olísdeild karla heldur áfram í kvöld þegar undanúrslitin hefjast í karlaflokki. Óvænt tíðindi urðu í fjórðungsúrslitum þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar, Haukar og ÍBV, féllu bæði úr leik. Það ætti að gera leið deildarmeistara FH að Íslandsmeistaratitlinum enn greiðari en úrslitakeppnin hingað til hefur undirstrikað hversu liðin í deildinni eru jöfn og hversu erfitt er að spá um úrslit rimmanna. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var Fréttablaðinu innan handar við að meta möguleika liðanna fjögurra sem eftir standa. Hann spáir því að FH og Valur muni mætast í lokaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en afskrifar þó alls ekki möguleika Aftureldingar og Fram, þvert á móti. „Það á enn margt eftir að gerast og það væri glapræði að afskrifa eitthvert lið á þessum tímapunkti. Hins vegar lýgur taflan ekki og FH er það lið sem sýndi mestan stöðugleika í vetur og kemur inn í úrslitakeppnina í besta forminu. FH-ingar eru því til alls líklegir,“ segir Gunnar.Þurfa mun betri vörn Mosfellingar eiga stórt verkefni fyrir höndum. Afturelding sló Selfoss úr leik í 8 liða úrslitum en FH-ingar unnu Gróttu. Bæði lið unnu rimmur sínar 2-0 en lentu þó bæði í jöfnum og erfiðum leikjum. Gunnar segir ekkert stórt leyndarmál við rimmu Aftureldingar og FH. Gamla spekin um að vörn og markvarsla þurfi að vera í lagi eigi hér vel við lið Aftureldingar, ætli Mosfellingar sér að eiga möguleika gegn deildarmeisturum FH. „Afturelding hefur verið í basli með vörnina eftir áramót. Þeir þurfa að bæta hana mikið frá síðustu vikum og mánuðum, og fá þá markvörsluna með, til að eiga möguleika. Góðu fréttirnar eru að Böðvar Páll [Ásgeirsson] er að koma aftur inn eftir meiðsli og það styrkir liðið.“Grimmdin nauðsynleg Hann segir að það séu brotalamir á liði FH eins og öllum liðum. „En eins og FH lítur út í dag er FH með sterkt varnarlið og góða markvörslu. Það er breidd í sókninni og mikill agi. Þá hafa FH-ingar haft seigluna með sér í jöfnum leikjum og unnið þá líka.“ Gunnar bendir á að Mosfellingar þurfi að finna leið til að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. „Þeir sækja mikið á sinn varnarmann og eru afar sterkir einn á einn. Svo fá þeir aðstoð frá mönnum eins og Ásbirni [Friðrikssyni] og Einari Rafni [Eiðssyni] í að nýta sér stöðuna sem kemur upp. Þess utan eru FH-ingar með sterka línu- og hornamenn. En það er alveg ljóst að varnarmenn Aftureldingar verða að sækja út í þá [Jóhann og Gísla]. Ef þeir sitja bara á línunni og bíða eftir þeim eiga þeir ekki séns.“Leikbannið mikið áfall Sjálfsagt reiknuðu flestir hlutlausir með því að Haukar og ÍBV myndu bera sigur úr býtum í leikjum laugardagsins og að liðin myndu mætast í undanúrslitunum. Annað kom á daginn og Fram sló Hauka úr leik eftir æsilega vítakastskeppni. Þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og unnu ÍBV í oddaleik í Vestmannaeyjum. Gunnar er reynslunni ríkari eftir rimmu sína við Fram og varar Valsmenn við nokkurs konar vanmati. „Mönnum er frjálst að gagnrýna okkur Hauka eins og þá lystir en menn skulu ekki líta framhjá þætti Fram. Framarar spiluðu þessa rimmu gegn okkur afar vel og eiga heiður skilinn fyrir. Þar fyrir utan töpuðu Framarar fáum leikjum í deildinni í febrúar og mars.“ Tveir þættir gætu haft mikil áhrif á rimmu Fram og Vals – þátttaka Vals í Evrópukeppninni næstu tvær helgar hið minnsta og tveggja leikja bann Josips Gric, skyttu Vals, sem skoraði samtals nítján mörk í leikjunum gegn ÍBV. „Það er mikið áfall fyrir Val og munar um minna. En ég er algerlega sannfærður um að reynsla Vals úr Evrópukeppninni hjálpi liðinu mikið. Valur hefði ekki unnið í Eyjum nema út af þeirri reynslu sem liðið fékk úr Evrópuleikjunum í vetur.“ Hann segir Valsmenn líklegri í fimm leikja rimmu þar sem þrjá sigra þarf til að komast áfram. „En þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir þessu og ég býst við að þetta ráðist í oddaleik,“ bætir hann við. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20.00. Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olísdeild karla heldur áfram í kvöld þegar undanúrslitin hefjast í karlaflokki. Óvænt tíðindi urðu í fjórðungsúrslitum þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar, Haukar og ÍBV, féllu bæði úr leik. Það ætti að gera leið deildarmeistara FH að Íslandsmeistaratitlinum enn greiðari en úrslitakeppnin hingað til hefur undirstrikað hversu liðin í deildinni eru jöfn og hversu erfitt er að spá um úrslit rimmanna. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var Fréttablaðinu innan handar við að meta möguleika liðanna fjögurra sem eftir standa. Hann spáir því að FH og Valur muni mætast í lokaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en afskrifar þó alls ekki möguleika Aftureldingar og Fram, þvert á móti. „Það á enn margt eftir að gerast og það væri glapræði að afskrifa eitthvert lið á þessum tímapunkti. Hins vegar lýgur taflan ekki og FH er það lið sem sýndi mestan stöðugleika í vetur og kemur inn í úrslitakeppnina í besta forminu. FH-ingar eru því til alls líklegir,“ segir Gunnar.Þurfa mun betri vörn Mosfellingar eiga stórt verkefni fyrir höndum. Afturelding sló Selfoss úr leik í 8 liða úrslitum en FH-ingar unnu Gróttu. Bæði lið unnu rimmur sínar 2-0 en lentu þó bæði í jöfnum og erfiðum leikjum. Gunnar segir ekkert stórt leyndarmál við rimmu Aftureldingar og FH. Gamla spekin um að vörn og markvarsla þurfi að vera í lagi eigi hér vel við lið Aftureldingar, ætli Mosfellingar sér að eiga möguleika gegn deildarmeisturum FH. „Afturelding hefur verið í basli með vörnina eftir áramót. Þeir þurfa að bæta hana mikið frá síðustu vikum og mánuðum, og fá þá markvörsluna með, til að eiga möguleika. Góðu fréttirnar eru að Böðvar Páll [Ásgeirsson] er að koma aftur inn eftir meiðsli og það styrkir liðið.“Grimmdin nauðsynleg Hann segir að það séu brotalamir á liði FH eins og öllum liðum. „En eins og FH lítur út í dag er FH með sterkt varnarlið og góða markvörslu. Það er breidd í sókninni og mikill agi. Þá hafa FH-ingar haft seigluna með sér í jöfnum leikjum og unnið þá líka.“ Gunnar bendir á að Mosfellingar þurfi að finna leið til að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. „Þeir sækja mikið á sinn varnarmann og eru afar sterkir einn á einn. Svo fá þeir aðstoð frá mönnum eins og Ásbirni [Friðrikssyni] og Einari Rafni [Eiðssyni] í að nýta sér stöðuna sem kemur upp. Þess utan eru FH-ingar með sterka línu- og hornamenn. En það er alveg ljóst að varnarmenn Aftureldingar verða að sækja út í þá [Jóhann og Gísla]. Ef þeir sitja bara á línunni og bíða eftir þeim eiga þeir ekki séns.“Leikbannið mikið áfall Sjálfsagt reiknuðu flestir hlutlausir með því að Haukar og ÍBV myndu bera sigur úr býtum í leikjum laugardagsins og að liðin myndu mætast í undanúrslitunum. Annað kom á daginn og Fram sló Hauka úr leik eftir æsilega vítakastskeppni. Þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og unnu ÍBV í oddaleik í Vestmannaeyjum. Gunnar er reynslunni ríkari eftir rimmu sína við Fram og varar Valsmenn við nokkurs konar vanmati. „Mönnum er frjálst að gagnrýna okkur Hauka eins og þá lystir en menn skulu ekki líta framhjá þætti Fram. Framarar spiluðu þessa rimmu gegn okkur afar vel og eiga heiður skilinn fyrir. Þar fyrir utan töpuðu Framarar fáum leikjum í deildinni í febrúar og mars.“ Tveir þættir gætu haft mikil áhrif á rimmu Fram og Vals – þátttaka Vals í Evrópukeppninni næstu tvær helgar hið minnsta og tveggja leikja bann Josips Gric, skyttu Vals, sem skoraði samtals nítján mörk í leikjunum gegn ÍBV. „Það er mikið áfall fyrir Val og munar um minna. En ég er algerlega sannfærður um að reynsla Vals úr Evrópukeppninni hjálpi liðinu mikið. Valur hefði ekki unnið í Eyjum nema út af þeirri reynslu sem liðið fékk úr Evrópuleikjunum í vetur.“ Hann segir Valsmenn líklegri í fimm leikja rimmu þar sem þrjá sigra þarf til að komast áfram. „En þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir þessu og ég býst við að þetta ráðist í oddaleik,“ bætir hann við. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20.00.
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira