Veiðihúsið við Bíldsfell tekið í gegn Karl Lúðvíksson skrifar 12. apríl 2017 09:31 Veiðihúsið við Bíldsfell hefur fengið hressilega yfirhalningu. Mynd: SVFR Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði
Veiðihúsið við Bíldsfell var bæði notalegt og á svo margan hátt kósí en engu að síður var komin tími á að taka húsið í gegn. Viðbyggingum við húsið hefur verið afskaplega vel tekið enda rúmgóð herbergi með góðum baðherbergjum. Gamla húsið var í samanburði svolítið lúið þótt notalegt væri og það var því ákveðið af Bíldfellsbændum að taka húsið í gegn. Það verður að segjast að breytingarnar hafa tekist afskaplega vel og er húsið eins og nýtt. Eins og sést á myndunum hefur allt verið endurnýjað, bað, hebergi og stofa svo það væsir ekki um neinn sem í þessu húsi dvelur enda hefur allt rými stækkað til muna eftir að herbergjum var fækkað í aðalkofanum með tilkomu svefnkofanna. Það gat oft verið nokkuð þröngt á þingi fyrir þessar þrjár stangir sem veiða á svæðinu þegar fullmannað var á þær en þá voru sex manns í húsi og stundum fleiri ef gesti bar að garði. Við óskum Sogsbændum og unnendum Bíldsfells til hamingju með húsið og minnum veiðimenn á að nú er hægt að skoða lausa daga inná vefsölu SVFR.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði