Líflegt í Vatnamótunum Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2017 09:30 Daníel Karl með 80 sm sjóbirting úr Vatnamótunum. Það er óhætt að segja að mikið líf hafi færst í vorveiðina frá miðri viku en veiðimenn á sjóbirtingsslóðum fyrir austan hafa margir gert afar góða veiði í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að það hafi verið rok, snjókoma og nokkur kuldi var tökustuð á birtingnum og við höfum fengið ágætis fréttir frá nokkrum veiðimönnum þar á meðal þeim sem stóðu vaktina í Vatnamótunum. Daníel Karl Egilsson, Ingólfur Kolbeinsson og Sigurður Kjartanson voru við veiðar þar 17.-19. apríl í því sem flestir vilja kalla "skítaveður til veiða". Veður var eins og áður hefur verið lýst og mikið vatn í fljótinu. "Við byrjuðum seinni partinn á mánudaginn í 15 metrum, snjókomu og brjáluðu roki svo það var mikill barningur að koma flugunni út. Það var erfitt og tók nokkurn tíma að finna fiskinn þar sem sandálarnir eru á hreyfingu en við duttum samt niður á nokkra" Sagði Daníel Karl í samtali við Veiðivísi. "Morgunin eftir lægði aðeins og veðrið skánaði og þá færðist mikið líf yfir veiðistaðina. Við náðum töluvert af fiski á land sem var 40-82 sm að lengd og þeir tóku hinar ýmsu flugur til dæmis Black Nose, Dace zonker fish skull, Mickey Finn zonker, Flæðamús fish skull trailer og Purple Rain fish skull trailer." Það er mikill fiskur á svæðinu og svo virðist vera á flestum sjóbirtingsslóðum þar eystra en kalt vorið gerir það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki ennþá farinn til sjávar og veiðimenn njóta þess greinilega vel þessa dagana. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði
Það er óhætt að segja að mikið líf hafi færst í vorveiðina frá miðri viku en veiðimenn á sjóbirtingsslóðum fyrir austan hafa margir gert afar góða veiði í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að það hafi verið rok, snjókoma og nokkur kuldi var tökustuð á birtingnum og við höfum fengið ágætis fréttir frá nokkrum veiðimönnum þar á meðal þeim sem stóðu vaktina í Vatnamótunum. Daníel Karl Egilsson, Ingólfur Kolbeinsson og Sigurður Kjartanson voru við veiðar þar 17.-19. apríl í því sem flestir vilja kalla "skítaveður til veiða". Veður var eins og áður hefur verið lýst og mikið vatn í fljótinu. "Við byrjuðum seinni partinn á mánudaginn í 15 metrum, snjókomu og brjáluðu roki svo það var mikill barningur að koma flugunni út. Það var erfitt og tók nokkurn tíma að finna fiskinn þar sem sandálarnir eru á hreyfingu en við duttum samt niður á nokkra" Sagði Daníel Karl í samtali við Veiðivísi. "Morgunin eftir lægði aðeins og veðrið skánaði og þá færðist mikið líf yfir veiðistaðina. Við náðum töluvert af fiski á land sem var 40-82 sm að lengd og þeir tóku hinar ýmsu flugur til dæmis Black Nose, Dace zonker fish skull, Mickey Finn zonker, Flæðamús fish skull trailer og Purple Rain fish skull trailer." Það er mikill fiskur á svæðinu og svo virðist vera á flestum sjóbirtingsslóðum þar eystra en kalt vorið gerir það að verkum að sjóbirtingurinn er ekki ennþá farinn til sjávar og veiðimenn njóta þess greinilega vel þessa dagana.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði