Borgar helmingi lægri leigu í Berlín - finnst leigan í Reykjavík „klikk“ Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. maí 2017 16:00 „Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
„Mér finnst verst við Ísland hvað það er dýrt,” segir Margrét Rós Harðardóttir, íslensk kona sem er heimsótt í 2. þætti af Hvar er best að búa á Stöð 2 í kvöld. „Mér finnst alveg súrrealískt að ef ég myndi vilja flytja heim núna og búa aftur í svipaðri íbúð og við bjuggum í í Vesturbænum að ég myndi þurfa að borga 300 þúsund í leigu. Mér finnst það bara klikk.“ Hún og fjölskylda hennar greiða 125 þúsundur krónur í leigu fyrir 3ja herbergja 115 fermetra íbúð í góðu hverfi í Berlín. Ódýrasta þriggja herbergja íbúð í Reykjavík á íslenskri leigumiðlun sem var skoðuð, var sett á 235 þús. Hinar voru mun dýrari. Margrét og eiginmaður hennar Matthias Wörle ákváðu eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík að flytja til Berlínar árið 2012.„Við vildum meðvitað breyta um lífsstíl,” segir Margrét, “við vildum eiga minna, eyða minna og vera meira.“ Hún er alsæl í Berlín en í henni eru blendnar tilfinningar gagnvart því að ala syni sína tvo upp fjarri stórfjölskyldunni og móðurmálinu á Íslandi.Margrét er ein af þeim Íslendingum sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“ Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust. Margrét, Matthias og synir þeirra í Berlín eru heimsótt í þætti kvöldsins sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:05.Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira