Hannes um Zlatan: Hann pakkaði okkur saman á tíu mínútum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið að spila með Randers í Danmörku. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan.. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var í áhugaverðu spjalli í Brennslunni, morgunþætti FM 957, í dag. Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku, þar sem Ólafur Kristjánsson er þjálfari. Þá er hann í stóru hlutverki í nýrri auglýsingu sem íþróttavöruframleiðandinn Uhlsport birti nýverið þar sem markverðir voru í aðalhlutverki, meðal annars franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham. „Ég hugsaði sértaklega til þín þegar þetta kom út. Ég vissi að þú myndir tengja vel við þetta,“ sagði Hannes við Hjörvar Hafliðason, annan þáttastjórnanda Brennslunnar og fyrrum markvörð. Hannes greindi til að mynda frá því í viðtalinu að hann fari um allt í Randers á vespu í vorhitanum og að hann sé stundum hræddur við að tala íslensku við Ólaf Kristjánsson, þar sem að aðrir leikmenn gætu haldið að hann væri að baktala þá.Ótrúlegt með Gylfa Hann var einnig spurður um Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur átt frábært tímabil með Swansea í ensku úrvalsdeildinni og þá sérstaklega um spyrnugetu hans. Gylfi er einn besti spyrnumaður heims og það fer ekki framhjá Hannesi á æfingum íslenska landsliðsins. „Mér finnst ég aldrei vera eins langt frá boltanum og þegar Gylfi sparkar. Það er ekki fræðilegur möguleiki að komast nálægt honum og svo siglir hann bara í sammann. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Hannes. „Maður skilur af hverju hann fær vel borgað. Hann hefur þessi extra gæði og það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað umfram aðra.“Orkan sogast að þeim bestu Hannes hefur mætt mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims en á auðvelt með að svara því hver sé sá erfiðasti sem hann hefur mætt. „Ég er með skýrt svar við þessu. Það er Zlatan Ibrahimovic. Maður hefur spilað gegn mörgum af þeim bestu en það eru örfáir sem skera sig almennilega úr. Þeir hafa einhverja nærveru á vellinum og öll orkan sigast að þeim.“ „Það er eitthvað sérstakt við þá allra bestu og sérstaklega við Zlatan. Ég man eftir æfingaleik við Svía árið 2012 en Lars var þá nýtekinn við landsliðinu. Hann var búinn að undirbúa okkur vel og fara í saumana á Zlatan - við þóttumst vera með vera með gott plan til að stöðva hann.“„Svo eftir þriggja mínútna leik kom sending lengst utan af kanti og Zlatan stóð á D-boganum og klippti boltann í fjærhornið. Hann labbar svo rólega til baka með hendurnar út í loftið. Hann átti bara völlinn.“ „Svo eftir tíu mínútur pakkaði hann okkar manni saman, rúllaði boltanum inn í teig þar sem einhver skoraði.“ „Hann kláraði okkur á tíu mínútum. Hann er risastór, ógeðslega sterkur og við réðum ekkert við hann. Ef hann hittir á sinn dag þá þarftu bara að játa þig sigraðan. Það skiptir engu máli hvaða plan maður er með.“ Það má hlusta á viðtalið allt hér fyrir neðan..
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira